Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 11:42 Ljósmæðrafélag Íslands í samvinnu við Vinnumálastofnun stendur fyrir söfnun á ungbarnafatnaði og öðrum nauðsynlegum hlutum fyrir nýbura. Vísir/Vilhelm Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð. Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð.
Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira