Dreymdi um Ísland og mun spila fyrir Blika Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2023 15:30 Toni Pressley kvaddi Orlando í vetur eftir sjö ára dvöl og hefur heillast af Íslandi eftir að hafa skoðað landið með landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og fleirum. Getty/Instagram@tonideion Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023. Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira