„Finnur vill að ég skjóti“ Atli Arason skrifar 10. mars 2023 23:30 Kristófer Acox er leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. „Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn