Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins Ólafur Ísleifsson skrifar 11. mars 2023 13:00 Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr. Þungur straumur dag hvern Gylfi Þór segir um 50 manns koma til landsins á dag og þegar hafa hátt í 1000 manns komið til landsins á þessu ári sem þegar er orðið hið þriðja stærsta. Útbúa á gistirými í húsnæði Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík fyrir fyrstu nótt flóttafólks eftir að það kemur hingað til lands. Móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur verið starfrækt í Domus Medica síðasta árið. Gylfi Þór segist í tilvitnaðri frétt bjartsýnn á að hægt verði að finna meira húsnæði fyrir flóttafólk. Hann tiltekur ekki nánar til hvaða ráða verði gripið. Markaðurinn hreinsaður upp Haft er eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni: „Við erum náttúrulega búin að vera að hreinsa upp markaðinn hvað þetta varðar undanfarið ár og þetta er orðið erfiðara. En ég er fullur bjartsýni, við munum ná að vinna þetta með einhverjum hætti. Það eru ýmis ráð sem við höfum sem við getum farið að nýta okkur og við sjáum til hvað gerist.“ Stórfelld umsvif stjórnvalda á húsnæðismarkaði Fram kom nýlega að félagsheimilið Festi í Grindavík hefur verið tekið undir sem húsnæði fyrir hælisleitendur. Þetta ber með sér að hinir opinberu aðilar sem hafa með höndum að útvega húsnæði fyrir allan þann fjölda sem hingað leitar erlendis frá séu að verða uppiskroppa með úræði hafandi sópað upp húsnæðismarkaðinn. Spurningar vakna um athafnir stjórnvalda í húsnæðismálum Hverjir eru þeir opinberu aðilar sem hafa verið athafnasamir í þessu skyni á húsnæðismarkaði? Hversu margar íbúðir hafa þeir á sínum snærum, á leigu eða með kaupum? Hversu hratt hefur þessum íbúðum fjölgað á umliðnum árum? Úr því að félagsheimilið Festi í Grindavík var tekið traustataki sem húsnæði má spyrja hvers konar húsnæði annað en íbúðir hefur verið tekið til nota sem búsetuúrræði? Hvaða húsnæði ræðir um í þessu efni? Nú þegar úrræði sýnast á þrotum heyrist talað um áform um gámabyggð með umtalsverðum tilkostnaði. Hvaða áform, ef rétt er eftir haft, eru uppi um að nýta flutningagáma sem íbúðarhúsnæði? Afleiðingar fyrir leigu, íbúðaverð og verðbólgu Þegar ríkisvaldið hefur gerst svo umsvifamikið að því er lýst af þeim sem gerst þekkja að „við erum náttúrulega búin að vera að hreinsa upp markaðinn“ verður að spyrja um afleiðingar af þessum stórfelldu aðgerðum. Hver hefur verið þróun leiguverðs íbúða á umliðnum misserum og árum og hver er hlutur opinberra aðila í þeirri þróun? Upplýsa þarf um umsvif opinberra aðila á leigumarkaði í þágu umsækjenda um alþjóðlega vernd sem virðast svo mikil að vöxtum að þau hafi haft áhrif á leiguverð á íslenskum húsnæðismarkaði og fasteignaverð. Hækkun á verði íbúðarhúsnæðis ratar eins og kunnugt er inn í verðbólgumælingu um farveg hins illræmda húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs. Sú hækkun leiðir af sér nánast tafarlausa þyngingu á greiðslubyrði. Veit vinstri höndin hvað sú hægri gerir? Verðbólga hefur magnast vegna lausataka í ríkisfjármálum og vegna launahækkana. Unga fólkið með húsnæðislánin má sligast undir æ þyngri greiðslubyrði og raunar sýnist vart gerlegt fyrir of marga að eignast fyrstu íbúð. Ákaft er kallað eftir umbótum af hálfu stjórnvalda í húsnæðismálum m.a. af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Svarið felst í aðgerðum sem lýst er í tilvitnaðri frétt með því hefur hreinsa markaðinn upp til að mæta húsnæðisþörf sem skapast vegna ósjálfbærs innflutnings um galopin landamæri. Þetta eru naumst þær aðgerðir sem kallað var eftir. Vel geymt ríkisleyndarmál Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður fæst ekki upp gefinn. Til þessa hefur einkum verið rætt um hinn óbeina kostnað sem skapast í heilbrigðis- og menntakerfinu og félagslega kerfinu almennt. En nú sést annars konar kostnaður sem birtist í hækkandi leigu og hækkandi húsnæðisverði og æ þyngri greiðslubyrði af lánum. Stjórnvöld verða að upplýsa um aðgerðir sínar sem lýst er með orðunum hreinsa upp markaðinn og tefla fram áreiðanlegum upplýsingum um áhrif þessa á leigu og húsnæðisverð. Vandinn á rót í stefnu sem lýst er sem mistökum Óbreytt stefna opinna landamæra hefur reynst ósjálfbær á marga vegu. Hún hefur leitt af sér hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Flutt er inn eins og eitt bæjarfélag á ári hverju. Vestmannaeyjar í dag. Garðabær á morgun. Húsnæðisvandinn birtir nýja hlið á þessari stefnu sem nágrannaþjóðir hafa horfið frá og lýsa sem mistökum. Stefnan er með réttu kennd við öfgar enda borin fram af fámennum hópi aðgerðasinna. Á hinum pólitíska vettvangi hafa Píratar og fylgitungl úr Samfylkingu og Viðreisn dregið vagninn. Ábyrg stjórnvöld geta ekki staðið áfram fyrir stefnu mistakanna heldur verða þau að söðla um. Við hljótum að líta út eins og afdalamenn í augum nágrannaþjóða hafandi séð ógöngurnar sem stefnan kallaði yfir þær. Og nú yfir okkur. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Húsnæðismál Ólafur Ísleifsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr. Þungur straumur dag hvern Gylfi Þór segir um 50 manns koma til landsins á dag og þegar hafa hátt í 1000 manns komið til landsins á þessu ári sem þegar er orðið hið þriðja stærsta. Útbúa á gistirými í húsnæði Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík fyrir fyrstu nótt flóttafólks eftir að það kemur hingað til lands. Móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur verið starfrækt í Domus Medica síðasta árið. Gylfi Þór segist í tilvitnaðri frétt bjartsýnn á að hægt verði að finna meira húsnæði fyrir flóttafólk. Hann tiltekur ekki nánar til hvaða ráða verði gripið. Markaðurinn hreinsaður upp Haft er eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni: „Við erum náttúrulega búin að vera að hreinsa upp markaðinn hvað þetta varðar undanfarið ár og þetta er orðið erfiðara. En ég er fullur bjartsýni, við munum ná að vinna þetta með einhverjum hætti. Það eru ýmis ráð sem við höfum sem við getum farið að nýta okkur og við sjáum til hvað gerist.“ Stórfelld umsvif stjórnvalda á húsnæðismarkaði Fram kom nýlega að félagsheimilið Festi í Grindavík hefur verið tekið undir sem húsnæði fyrir hælisleitendur. Þetta ber með sér að hinir opinberu aðilar sem hafa með höndum að útvega húsnæði fyrir allan þann fjölda sem hingað leitar erlendis frá séu að verða uppiskroppa með úræði hafandi sópað upp húsnæðismarkaðinn. Spurningar vakna um athafnir stjórnvalda í húsnæðismálum Hverjir eru þeir opinberu aðilar sem hafa verið athafnasamir í þessu skyni á húsnæðismarkaði? Hversu margar íbúðir hafa þeir á sínum snærum, á leigu eða með kaupum? Hversu hratt hefur þessum íbúðum fjölgað á umliðnum árum? Úr því að félagsheimilið Festi í Grindavík var tekið traustataki sem húsnæði má spyrja hvers konar húsnæði annað en íbúðir hefur verið tekið til nota sem búsetuúrræði? Hvaða húsnæði ræðir um í þessu efni? Nú þegar úrræði sýnast á þrotum heyrist talað um áform um gámabyggð með umtalsverðum tilkostnaði. Hvaða áform, ef rétt er eftir haft, eru uppi um að nýta flutningagáma sem íbúðarhúsnæði? Afleiðingar fyrir leigu, íbúðaverð og verðbólgu Þegar ríkisvaldið hefur gerst svo umsvifamikið að því er lýst af þeim sem gerst þekkja að „við erum náttúrulega búin að vera að hreinsa upp markaðinn“ verður að spyrja um afleiðingar af þessum stórfelldu aðgerðum. Hver hefur verið þróun leiguverðs íbúða á umliðnum misserum og árum og hver er hlutur opinberra aðila í þeirri þróun? Upplýsa þarf um umsvif opinberra aðila á leigumarkaði í þágu umsækjenda um alþjóðlega vernd sem virðast svo mikil að vöxtum að þau hafi haft áhrif á leiguverð á íslenskum húsnæðismarkaði og fasteignaverð. Hækkun á verði íbúðarhúsnæðis ratar eins og kunnugt er inn í verðbólgumælingu um farveg hins illræmda húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs. Sú hækkun leiðir af sér nánast tafarlausa þyngingu á greiðslubyrði. Veit vinstri höndin hvað sú hægri gerir? Verðbólga hefur magnast vegna lausataka í ríkisfjármálum og vegna launahækkana. Unga fólkið með húsnæðislánin má sligast undir æ þyngri greiðslubyrði og raunar sýnist vart gerlegt fyrir of marga að eignast fyrstu íbúð. Ákaft er kallað eftir umbótum af hálfu stjórnvalda í húsnæðismálum m.a. af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Svarið felst í aðgerðum sem lýst er í tilvitnaðri frétt með því hefur hreinsa markaðinn upp til að mæta húsnæðisþörf sem skapast vegna ósjálfbærs innflutnings um galopin landamæri. Þetta eru naumst þær aðgerðir sem kallað var eftir. Vel geymt ríkisleyndarmál Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður fæst ekki upp gefinn. Til þessa hefur einkum verið rætt um hinn óbeina kostnað sem skapast í heilbrigðis- og menntakerfinu og félagslega kerfinu almennt. En nú sést annars konar kostnaður sem birtist í hækkandi leigu og hækkandi húsnæðisverði og æ þyngri greiðslubyrði af lánum. Stjórnvöld verða að upplýsa um aðgerðir sínar sem lýst er með orðunum hreinsa upp markaðinn og tefla fram áreiðanlegum upplýsingum um áhrif þessa á leigu og húsnæðisverð. Vandinn á rót í stefnu sem lýst er sem mistökum Óbreytt stefna opinna landamæra hefur reynst ósjálfbær á marga vegu. Hún hefur leitt af sér hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Flutt er inn eins og eitt bæjarfélag á ári hverju. Vestmannaeyjar í dag. Garðabær á morgun. Húsnæðisvandinn birtir nýja hlið á þessari stefnu sem nágrannaþjóðir hafa horfið frá og lýsa sem mistökum. Stefnan er með réttu kennd við öfgar enda borin fram af fámennum hópi aðgerðasinna. Á hinum pólitíska vettvangi hafa Píratar og fylgitungl úr Samfylkingu og Viðreisn dregið vagninn. Ábyrg stjórnvöld geta ekki staðið áfram fyrir stefnu mistakanna heldur verða þau að söðla um. Við hljótum að líta út eins og afdalamenn í augum nágrannaþjóða hafandi séð ógöngurnar sem stefnan kallaði yfir þær. Og nú yfir okkur. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun