Stal senunni á Óskarnum: „Mamma, ég var að vinna Óskar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 10:46 Endurfundir Ke Huy Quan og Harrison Ford á sviðinu í nótt. Kevin Winter/Getty Images Það voru miklir fagnaðarfundir á sviðinu á Óskarsverðlaunum í nótt þegar leikararnir Ke Huy Quan og Harrison Ford hittust á ný, eftir að hafa leikið saman í Indiana Jones fyrir um fjörutíu árum. Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023 Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08