Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. mars 2023 10:31 Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra en hann telur mikilvægt að myndavélarnar verði komnar upp áður en leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir í rökstuðningi Ásgeirs. Leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu en þar er ekkert öryggismyndavélaeftirlit. Þá er nýja svæðið á Hafnartorgi ekki vaktað né sjálf Lækjargatan. „Það þarf að passa að það komist ekki í gegn.“ En ekki eru allir jafn sáttir við fyrirhuguð áform. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sat fundinn en Sósíalistar voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. „Það kom mér svolítið á óvart, sérstaklega því við erum með flokka þarna eins og Pírata sem tala mikið fyrir friðhelgi einkalífsins, borgararéttindum og þvíumlíkt,“ segir Trausti. Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. „Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur, og það er verið að marka ákveðnar hindranir. Það er verið að senda skilaboð til fólks: „það er fylgst með ykkur.“ Við horfum á önnur lönd í kringum okkur, til dæmis Bretland þar er verið að reyna koma frumvarpi í gegn sem myndi hamla mjög rétti fólks til að mótmæla. Og við erum bara hugsi yfir öllum mögulegum aðferðum sem gæti varið á þennan stjórnarskrár varinn rétt fólks til þess að mótmæla. Og það þarf að passa að þetta komist ekki í gegn.“ „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt" Trausti gefur ekki mikið fyrir áhyggjur aðstoðarlögreglustjóra varðandi möguleg mótmæli í kjölfar leiðtogafundarins. Það var bara talað um að það gæti verið, eins og sagt var, hörð mótmæli sem gætu komið. Við búum á Íslandi. Þetta eru örugglega saklausustu mótmæli sem um geta í Evrópu. Svo ykkar gagnrýni snýr aðalega að vöktun í kjölfarið á þessum fundi en ekki almennt? „Já af því að það var rökstuðningurinn með þessu. Við erum heldur ekkert hlynnt því að fara auka neitt á þetta eftirlitsamfélag, sem við sjáum vera að teiknast upp víða í löndum í kringum okkur, þar sem eru myndavélar á hverju horni og fylgst með öllum hreyfingum. Sum lönd eru meira að segja farin að hugsa um að hafa andlitsskanna, svona greiningu á fólki, þannig það sé hægt að fylgjast með hvaða einstakling er þarna um að ræða. Þannig hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt." Varðandi það hvort aukið eftirlitsmyndavélakerfi í miðborginni sé ekki mikilvægur þáttur í öryggisgæslu, nú þegar fréttir berast af auknum vopnaburði og aukinni hörku í undirheimum, segir Trausti að samtalið um þessi mál sé mikilvægt. „En við verðum samt að passa okkur að láta ekki óttann taka alla stjórn á okkur, við verðum líka að hugsa út í frelsið. Við viljum vera frjálst þjóðfélag þar sem fólk getur gengið um götur án þess að það sé verið að fylgjast með hverri hreyfingu.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra en hann telur mikilvægt að myndavélarnar verði komnar upp áður en leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir í rökstuðningi Ásgeirs. Leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu en þar er ekkert öryggismyndavélaeftirlit. Þá er nýja svæðið á Hafnartorgi ekki vaktað né sjálf Lækjargatan. „Það þarf að passa að það komist ekki í gegn.“ En ekki eru allir jafn sáttir við fyrirhuguð áform. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sat fundinn en Sósíalistar voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. „Það kom mér svolítið á óvart, sérstaklega því við erum með flokka þarna eins og Pírata sem tala mikið fyrir friðhelgi einkalífsins, borgararéttindum og þvíumlíkt,“ segir Trausti. Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. „Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur, og það er verið að marka ákveðnar hindranir. Það er verið að senda skilaboð til fólks: „það er fylgst með ykkur.“ Við horfum á önnur lönd í kringum okkur, til dæmis Bretland þar er verið að reyna koma frumvarpi í gegn sem myndi hamla mjög rétti fólks til að mótmæla. Og við erum bara hugsi yfir öllum mögulegum aðferðum sem gæti varið á þennan stjórnarskrár varinn rétt fólks til þess að mótmæla. Og það þarf að passa að þetta komist ekki í gegn.“ „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt" Trausti gefur ekki mikið fyrir áhyggjur aðstoðarlögreglustjóra varðandi möguleg mótmæli í kjölfar leiðtogafundarins. Það var bara talað um að það gæti verið, eins og sagt var, hörð mótmæli sem gætu komið. Við búum á Íslandi. Þetta eru örugglega saklausustu mótmæli sem um geta í Evrópu. Svo ykkar gagnrýni snýr aðalega að vöktun í kjölfarið á þessum fundi en ekki almennt? „Já af því að það var rökstuðningurinn með þessu. Við erum heldur ekkert hlynnt því að fara auka neitt á þetta eftirlitsamfélag, sem við sjáum vera að teiknast upp víða í löndum í kringum okkur, þar sem eru myndavélar á hverju horni og fylgst með öllum hreyfingum. Sum lönd eru meira að segja farin að hugsa um að hafa andlitsskanna, svona greiningu á fólki, þannig það sé hægt að fylgjast með hvaða einstakling er þarna um að ræða. Þannig hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt." Varðandi það hvort aukið eftirlitsmyndavélakerfi í miðborginni sé ekki mikilvægur þáttur í öryggisgæslu, nú þegar fréttir berast af auknum vopnaburði og aukinni hörku í undirheimum, segir Trausti að samtalið um þessi mál sé mikilvægt. „En við verðum samt að passa okkur að láta ekki óttann taka alla stjórn á okkur, við verðum líka að hugsa út í frelsið. Við viljum vera frjálst þjóðfélag þar sem fólk getur gengið um götur án þess að það sé verið að fylgjast með hverri hreyfingu.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira