„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 22:47 Kristmundur Axel Kristmundsson viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn. Aðsend Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN Tónlist FM957 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN
Tónlist FM957 Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira