Henry hafnaði franska kvennalandsliðinu og hefur áhuga á bandaríska karlaliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 07:11 Thierry Henry er sagður hafa áhuga á að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur hafnað boði um að taka við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann er sagður hafa áhuga á því að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári. Franski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári.
Franski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn