Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 23:00 Brighton hefur átt góðu gengi að fagna gegn Man United að undanförnu. EPA-EFE/Peter Powell Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira