Kolefnisbinding og nýtt ákall um að hraða loftslagsaðgerðum Edda Aradóttir skrifar 21. mars 2023 14:30 Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun