Reiður eftir að boltinn fór í hönd Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigur og frábæran leik gegn Arsenal í gærkvöld. Instagram/@fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir reyndist fyrrverandi læriföður sínum svo sannarlega erfið með stórleik fyrir Bayern München gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira