Þegar skelin hverfur – Áskoranir blöðruhálskrabbameins Guðrún Friðriksdóttir skrifar 22. mars 2023 10:31 Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karlmanna á Íslandi. Yfirleitt eru þessi krabbamein hægvaxandi og þeim sem greinast gefst oftar en ekki tækifæri til að ræða næstu skref og mögulegar leiðir við lækni áður en þeir ákveða hvað gera skuli. Þeir geta líka leitað til þeirra sem hafa verið í sambærilegum sporum, til dæmis með því að hafa samband við Framför, en ekki síður ræða við maka sinn og aðstandendur. Krabbamein er fjölskyldusjúkdómur að því leyti að það er ekki aðeins sá sem greinist sem verður fyrir áhrifum. Ósjaldan er það eitt af því sem fólk á erfiðast með að takast á við og því miður sérstaklega karlmönnum því þeir líta gjarnan frekar á sig sem þá sem veita stuðning, eru til staðar, klettarnir í fjölskyldunum. Að valda ástvinum sínum áhyggjum og „vera með vesen“ og að allir þurfi að breyta einhverju og aðlagast þeim sem greinast leggst þungt á marga og margir vilja ekki, jafnvel geta ekki, talað um það. Að ræða ákveðin mál er auðveldara þegar við erum í æfingu, þannig er einstaklingur sem selur bíla með allt annan orðaforða en manneskja sem kennir sex ára bekk, og fæstir hafa orðaforða til að ræða læknisfræðileg hugtök, aukaverkanir og tilfinningar án þess að æfa sig. Það er nefnilega hægt að æfa sig, orðaforði er eins og vöðvi, hann vex þegar þú reynir á hann. Erfiðara að sleppa því að ræða málin Eins erfið og samtöl við nána aðstandendur geta verið þá höfum við í Ljósinu reynslu af því að það getur verið erfiðara að ræða ekki við aðstandendur sína. Greining hefur áhrif á alla, hvort sem þeir tala um það eða ekki, og það er auðveldara að takast á við breyttar aðstæður með öðrum. Alveg eins og það er auðveldara að flytja búslóð með fleirum, þó að sá sem er að flytja sé sterkur. Þess vegna höfum við lengi verið með námskeið fyrir aðstandendur og erum nú að bjóða uppá fyrirlestraröð eins og Samtalið heim þar sem þeir sem eru í endurhæfingu geta komið með aðstandanda sínum í hús, hlustað saman og haldið samtalinu áfram þegar heim er komið. Þegar skelin hverfur Eins og fyrirlesarinn frá Framför mun ræða þá er ekki aðeins spurning um líkamlegt atgervi til að takast á við greiningu og meðferð, heldur líka andlegt og félagslegt. Það getur verið mögulegt að velja á milli þess að vera í virku eftirliti án meðferðar eða þiggja meðferð. Aukaverkanir fylgja meðferðum en þær eru allar einstaklingsbundnar og ekki hægt að segja með vissu að einhver muni finna fyrir ákveðnum aukaverkunum. Algengustu aukaverkanir eftir aðgerð eru þvagleki og ristruflanir en þær geta lagast með tímanum og það eru ýmis meðferðarúrræði í boði og sömuleiðis við aukaverkunum vegna innri eða ytri geislunar. Til að hindra vöxt krabbameinsins fara margir í hormónahvarfsmeðferð samhliða öðrum meðferðum og aukaverkanir af þessari meðferð eru ekki aðeins líkamlegar. Aukaverkanir geta verið hitakóf, minnkuð kynlöngun, þreyta, þyngdaraukning en mörgum finnst þeir ekki þekkja sjálfa sig og persónuleika sinn þegar þeir byrja í hormónameðferðinni. Meyr yfir sjónvarpinu Tilfinningarnar geta verið öflugri, reiðin meiri og viðkvæmni, tilfinningasveiflur sem þeir hafa aldrei upplifað áður og þeim finnst þeir hreinlega breytast í aðra menn. Makar og aðstandendur fara ekki varhluta af því að sjá að eitthvað er að gerast en ef þú hefur aldrei orðið meyr yfir auglýsingu frá Icelandair eða frétt frá Sýrlandi veistu kannski ekki hvernig þú getur útskýrt hvers vegna auglýsingin hefur áhrif á þig núna. Þú jafnvel forðast að ræða tilfinningar vegna þess að þær gætu framkallað tár, vanlíðan eða uppnám. Að fara í hormónameðferð er eins og fyrir humar að missa skelina. Skelin ver mjúka, hvíta hluta humarsins gegn áreitum umhverfisins en hormónarnir fjarlægja skelina. Allt hefur meiri áhrif án skeljarinnar. Eins og rætt er um hér að ofan verður fyrirlesturinn 27. mars blanda af fræðslu og samtali svo að allir snúi heim með meiri þekkingu og skilning. Smelltu hér til að skrá þig. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karlmanna á Íslandi. Yfirleitt eru þessi krabbamein hægvaxandi og þeim sem greinast gefst oftar en ekki tækifæri til að ræða næstu skref og mögulegar leiðir við lækni áður en þeir ákveða hvað gera skuli. Þeir geta líka leitað til þeirra sem hafa verið í sambærilegum sporum, til dæmis með því að hafa samband við Framför, en ekki síður ræða við maka sinn og aðstandendur. Krabbamein er fjölskyldusjúkdómur að því leyti að það er ekki aðeins sá sem greinist sem verður fyrir áhrifum. Ósjaldan er það eitt af því sem fólk á erfiðast með að takast á við og því miður sérstaklega karlmönnum því þeir líta gjarnan frekar á sig sem þá sem veita stuðning, eru til staðar, klettarnir í fjölskyldunum. Að valda ástvinum sínum áhyggjum og „vera með vesen“ og að allir þurfi að breyta einhverju og aðlagast þeim sem greinast leggst þungt á marga og margir vilja ekki, jafnvel geta ekki, talað um það. Að ræða ákveðin mál er auðveldara þegar við erum í æfingu, þannig er einstaklingur sem selur bíla með allt annan orðaforða en manneskja sem kennir sex ára bekk, og fæstir hafa orðaforða til að ræða læknisfræðileg hugtök, aukaverkanir og tilfinningar án þess að æfa sig. Það er nefnilega hægt að æfa sig, orðaforði er eins og vöðvi, hann vex þegar þú reynir á hann. Erfiðara að sleppa því að ræða málin Eins erfið og samtöl við nána aðstandendur geta verið þá höfum við í Ljósinu reynslu af því að það getur verið erfiðara að ræða ekki við aðstandendur sína. Greining hefur áhrif á alla, hvort sem þeir tala um það eða ekki, og það er auðveldara að takast á við breyttar aðstæður með öðrum. Alveg eins og það er auðveldara að flytja búslóð með fleirum, þó að sá sem er að flytja sé sterkur. Þess vegna höfum við lengi verið með námskeið fyrir aðstandendur og erum nú að bjóða uppá fyrirlestraröð eins og Samtalið heim þar sem þeir sem eru í endurhæfingu geta komið með aðstandanda sínum í hús, hlustað saman og haldið samtalinu áfram þegar heim er komið. Þegar skelin hverfur Eins og fyrirlesarinn frá Framför mun ræða þá er ekki aðeins spurning um líkamlegt atgervi til að takast á við greiningu og meðferð, heldur líka andlegt og félagslegt. Það getur verið mögulegt að velja á milli þess að vera í virku eftirliti án meðferðar eða þiggja meðferð. Aukaverkanir fylgja meðferðum en þær eru allar einstaklingsbundnar og ekki hægt að segja með vissu að einhver muni finna fyrir ákveðnum aukaverkunum. Algengustu aukaverkanir eftir aðgerð eru þvagleki og ristruflanir en þær geta lagast með tímanum og það eru ýmis meðferðarúrræði í boði og sömuleiðis við aukaverkunum vegna innri eða ytri geislunar. Til að hindra vöxt krabbameinsins fara margir í hormónahvarfsmeðferð samhliða öðrum meðferðum og aukaverkanir af þessari meðferð eru ekki aðeins líkamlegar. Aukaverkanir geta verið hitakóf, minnkuð kynlöngun, þreyta, þyngdaraukning en mörgum finnst þeir ekki þekkja sjálfa sig og persónuleika sinn þegar þeir byrja í hormónameðferðinni. Meyr yfir sjónvarpinu Tilfinningarnar geta verið öflugri, reiðin meiri og viðkvæmni, tilfinningasveiflur sem þeir hafa aldrei upplifað áður og þeim finnst þeir hreinlega breytast í aðra menn. Makar og aðstandendur fara ekki varhluta af því að sjá að eitthvað er að gerast en ef þú hefur aldrei orðið meyr yfir auglýsingu frá Icelandair eða frétt frá Sýrlandi veistu kannski ekki hvernig þú getur útskýrt hvers vegna auglýsingin hefur áhrif á þig núna. Þú jafnvel forðast að ræða tilfinningar vegna þess að þær gætu framkallað tár, vanlíðan eða uppnám. Að fara í hormónameðferð er eins og fyrir humar að missa skelina. Skelin ver mjúka, hvíta hluta humarsins gegn áreitum umhverfisins en hormónarnir fjarlægja skelina. Allt hefur meiri áhrif án skeljarinnar. Eins og rætt er um hér að ofan verður fyrirlesturinn 27. mars blanda af fræðslu og samtali svo að allir snúi heim með meiri þekkingu og skilning. Smelltu hér til að skrá þig. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun