Það var hin norska Guro Reiten sem skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar hún kláraði frábærlega eftir góðan undirbúning Erin Cuthbert.
Lauren James átti skot í stöngina á marki Lyon í fyrri hálfleiknum en eftir hlé náði Chelsea að standast mikla pressu Lyon sem margoft hefur fagnað sigri í Meistaradeildinni. Lyon átti meðal annars skot í stöngina í síðari hálfleiknum en Chelsea fékk einnig sín færi þegar pressa Lyon var sem mest.
Sigur Chelsea þýðir að liðið er nú í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Stamford Bridge í næstu viku.
WHAT A NIGHT.
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 22, 2023