Vottun verði valkvæð Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 23. mars 2023 11:30 Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun