Stöð 2 Sport
Stjarnan og Þór Þorlákshöfn mætast í Garðabæ í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan þarf sigur því Höttur komst upp fyrir þá í töflunni í gær og eins og er eru Stjörnumenn ekki í úrslitakeppnissæti. Útsending úr Garðabæ hefst 18:05.
Klukkan 20:05 er svo komið að stórleik Njarðvíkur og Vals en liðin eru jöfn að stigum í töflunni. Valur vann fyrri leikinn með þrettán stigum og tryggir sér deildarmeistaratitilinn með sigri.
Klukkan 22:00 mætir Kjartan Atli Kjartansson í stúdió ásamt sérfræðingum og fer yfir alla leikina í þessari næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 22:00 verður sýnt beint frá Drive On mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi.
Stöð 2 Esport
Bein útsending frá úrslitahelgi stórmeistaramótsins í rafíþróttum hefst klukkan 17:00.