Á láni frá Arsenal en flaug til Flórída til að reyna að skipta um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 14:31 Folarin Balogun á ferðinni í leik með Stade de Reims. Getty/Sylvain Lefevre Arsenal framherjinn Folarin Balogun er upptekinn í landsleikjahléinu við að reyna að skipta yfir í bandaríska landsliðið. Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023 Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023
Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira