Flestar greiningar inflúensu frá áramótum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 09:14 Landlæknisembættið segir fulla ástæðu til að minna fólk á að sinna almennum sóttvörnum. Getty Vikuna 13. til 19. mars greindust fleiri inflúensutilfelli en nokkra aðra viku frá áramótum. Alls greindust 56 með inflúensu, þar af 47 með inflúensustofn B, fimm með inflúensustofn A(H3) og fjórir með stofn A(H1). Þetta kemur fram í nýrri samantekt á vef Landlæknisembættisins. Þar segir að staðfest inflúensa hafi verið tæpur helmingur greindra öndunarfærasýkinga í viku 11. Átta lögðust inn á Landspítala vegna inflúensu í vikunni en aðeins einn lagðist inn í viku 10. Meirihlutinn var 65 ára og eldri. Breyting virðist hafa orðið á aldursdreifingu samhliða breytingum á stofngerð. Fram yfir áramót, þegar stofn A(H1N1) var ríkjandi, var meirihluti tilfella ungt fólk og eldri einstaklingar og meðal barna voru það helst ung börn sem greindust. „Eftir áramót þegar inflúensa af stofni B tekur við breytist aldursdreifing á þann veg að um og yfir helmingur inflúensugreininga er hjá börnum og unglingum, en inflúensa B leggst helst á ungmenni,“ segir í samantektinni. Algengt sé að faraldur vegna inflúensu B komi fram sem langdreginn stallur fremur en afmarkaður toppur á eftir inflúensu A toppi. Í ár virðast koma fram aðskildir toppar inflúensu A og inflúensu B. „Vikulegur fjöldi greininga á staðfestri inflúensu hefur ekki verið meiri frá áramótum. Meirihluti greininga nú er af inflúensustofni B eins og verið hefur undanfarnar vikur. Í þessari seinni inflúensubylgju vetrarins greinast hlutfallslega fleiri í aldurshópnum 5-14 ára samanborið við inflúensutoppinn fyrr í vetur. Þá greinast nú færri eldri einstaklingar með staðfesta inflúensu en fyrir og um áramótin,“ segir í samantektinni. Alls greindust 35 með Covid-19 í viku 11, sem er sambærilegt við viku 10. Þá var fjöldi greininga skarlatssóttar einnig svipaður. Hálsbólga virðist vera á undanhaldi og færri greindust með Rhinoveiru. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt á vef Landlæknisembættisins. Þar segir að staðfest inflúensa hafi verið tæpur helmingur greindra öndunarfærasýkinga í viku 11. Átta lögðust inn á Landspítala vegna inflúensu í vikunni en aðeins einn lagðist inn í viku 10. Meirihlutinn var 65 ára og eldri. Breyting virðist hafa orðið á aldursdreifingu samhliða breytingum á stofngerð. Fram yfir áramót, þegar stofn A(H1N1) var ríkjandi, var meirihluti tilfella ungt fólk og eldri einstaklingar og meðal barna voru það helst ung börn sem greindust. „Eftir áramót þegar inflúensa af stofni B tekur við breytist aldursdreifing á þann veg að um og yfir helmingur inflúensugreininga er hjá börnum og unglingum, en inflúensa B leggst helst á ungmenni,“ segir í samantektinni. Algengt sé að faraldur vegna inflúensu B komi fram sem langdreginn stallur fremur en afmarkaður toppur á eftir inflúensu A toppi. Í ár virðast koma fram aðskildir toppar inflúensu A og inflúensu B. „Vikulegur fjöldi greininga á staðfestri inflúensu hefur ekki verið meiri frá áramótum. Meirihluti greininga nú er af inflúensustofni B eins og verið hefur undanfarnar vikur. Í þessari seinni inflúensubylgju vetrarins greinast hlutfallslega fleiri í aldurshópnum 5-14 ára samanborið við inflúensutoppinn fyrr í vetur. Þá greinast nú færri eldri einstaklingar með staðfesta inflúensu en fyrir og um áramótin,“ segir í samantektinni. Alls greindust 35 með Covid-19 í viku 11, sem er sambærilegt við viku 10. Þá var fjöldi greininga skarlatssóttar einnig svipaður. Hálsbólga virðist vera á undanhaldi og færri greindust með Rhinoveiru.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent