Látum þau bara borga brúsann Þórarinn Eyfjörð skrifar 24. mars 2023 10:30 Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Við höfum séð hvernig skaðræðisáhrif stýrivaxtahækkana lenda á almennu launafólki; hækkun húsnæðislána, hækkun á þjónustu, hækkun á nauðsynjavörum og lækkun kaupmáttar. Við erum ekki í þessu saman eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur eru láglauna- og millitekjuhóparnir það fólk sem þessi hagstjórn bitnar verst á. Ungar fjölskyldur sem hafa á undanförnum árum fjárfest í dýru húsnæði eru komnar í mikinn vanda vegna ört vaxandi kaupmáttarrýrnunar því ríkisstjórnin vill ekki skattleggja fjármagnseigendur, hækka bankaskatt, gera kröfur á arð stórútgerðarinnar og stórfyrirtækja og allra síst styggja vini sína í fjármagnstekjukampavínsbaðinu. Hér er verið að hlífa breiðu bökunum og varpa ábyrgðinni á þá hópa samfélagsins sem bera nú þegar þyngstu byrðarnar. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Núverandi ríkisstjórn vinnur að sundrungu á vinnumarkaði og sundrungu í samfélaginu þegar við þurfum samstöðu til að mæta framtíðinni. Við þessar aðstæður vex verðbólgan hratt því fyrirtækin velta bæði stýrivaxtahækkunum og launahækkunum beint ofan í buddu almennings. Okkur er talin trú um að við búum við svokallaðan frjálsan markað en ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi reglulausan markað án eftirlits. Kjörveiðilendur kapítalistanna. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri umhugað um þjóðina myndi hún styrkja samstöðuna og vinna að jafnara samfélagi. Í samvinnu við fólkið í landinu, almennt launafólk, yrðu settar hér haldgóðar reglur um hinn frjálsa markað og réttláta skiptingu auðlegðar lands og þjóðar. Bankarnir stórgræða á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þrír stærstu bankarnir högnuðust um 70 milljarða króna á síðasta ári og vaxtatekjur þeirra, sem eru stærsta tekjulind bankanna, jukust um 24 prósent milli ára. Þá greiddu þessir þrír bankar sér út samtals 64,8 milljarða króna í arð og þar fór Arion banki hamförum í arðgreiðslum og greiddi út 32,3 milljarða til eigenda sinna. Nú er búið að semja að stærstum hluta við launafólk á almennum vinnumarkaði. Síðan þeir samningar voru undirritaðir hefur verðbólga aukist, stýrivextir hækkað og kaupmáttur launa dregist saman. Við þurfum ekki að kalla til neina sérfræðinga til að sjá að kjarasamningar sem undirritaðir voru eru brostnir í þessari ringulreið og úrræðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, sem vel á minnst kenna sig við félagshyggju. Þvílík öfugmæli. Horfum lengra fram í tímann þegar skammtímakjarasamningar á vinnumarkaði losna eftir u.þ.b. níu mánuði. Hvað blasir þá við? Það er ljóst að allur vinnumarkaðurinn mun gera kröfur um kaupmáttaraukningu og sanngjarnari skiptingu auðsins í landinu. Vel að merkja. Hvaða plan ætli ríkisstjórn Katrínar hafi til að mæta til leiks þá? Er masterplanið að láta almennt launafólk einfaldlega borga brúsann áfram? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Við höfum séð hvernig skaðræðisáhrif stýrivaxtahækkana lenda á almennu launafólki; hækkun húsnæðislána, hækkun á þjónustu, hækkun á nauðsynjavörum og lækkun kaupmáttar. Við erum ekki í þessu saman eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur eru láglauna- og millitekjuhóparnir það fólk sem þessi hagstjórn bitnar verst á. Ungar fjölskyldur sem hafa á undanförnum árum fjárfest í dýru húsnæði eru komnar í mikinn vanda vegna ört vaxandi kaupmáttarrýrnunar því ríkisstjórnin vill ekki skattleggja fjármagnseigendur, hækka bankaskatt, gera kröfur á arð stórútgerðarinnar og stórfyrirtækja og allra síst styggja vini sína í fjármagnstekjukampavínsbaðinu. Hér er verið að hlífa breiðu bökunum og varpa ábyrgðinni á þá hópa samfélagsins sem bera nú þegar þyngstu byrðarnar. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Núverandi ríkisstjórn vinnur að sundrungu á vinnumarkaði og sundrungu í samfélaginu þegar við þurfum samstöðu til að mæta framtíðinni. Við þessar aðstæður vex verðbólgan hratt því fyrirtækin velta bæði stýrivaxtahækkunum og launahækkunum beint ofan í buddu almennings. Okkur er talin trú um að við búum við svokallaðan frjálsan markað en ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi reglulausan markað án eftirlits. Kjörveiðilendur kapítalistanna. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri umhugað um þjóðina myndi hún styrkja samstöðuna og vinna að jafnara samfélagi. Í samvinnu við fólkið í landinu, almennt launafólk, yrðu settar hér haldgóðar reglur um hinn frjálsa markað og réttláta skiptingu auðlegðar lands og þjóðar. Bankarnir stórgræða á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þrír stærstu bankarnir högnuðust um 70 milljarða króna á síðasta ári og vaxtatekjur þeirra, sem eru stærsta tekjulind bankanna, jukust um 24 prósent milli ára. Þá greiddu þessir þrír bankar sér út samtals 64,8 milljarða króna í arð og þar fór Arion banki hamförum í arðgreiðslum og greiddi út 32,3 milljarða til eigenda sinna. Nú er búið að semja að stærstum hluta við launafólk á almennum vinnumarkaði. Síðan þeir samningar voru undirritaðir hefur verðbólga aukist, stýrivextir hækkað og kaupmáttur launa dregist saman. Við þurfum ekki að kalla til neina sérfræðinga til að sjá að kjarasamningar sem undirritaðir voru eru brostnir í þessari ringulreið og úrræðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, sem vel á minnst kenna sig við félagshyggju. Þvílík öfugmæli. Horfum lengra fram í tímann þegar skammtímakjarasamningar á vinnumarkaði losna eftir u.þ.b. níu mánuði. Hvað blasir þá við? Það er ljóst að allur vinnumarkaðurinn mun gera kröfur um kaupmáttaraukningu og sanngjarnari skiptingu auðsins í landinu. Vel að merkja. Hvaða plan ætli ríkisstjórn Katrínar hafi til að mæta til leiks þá? Er masterplanið að láta almennt launafólk einfaldlega borga brúsann áfram? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun