Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 15:15 Reykjadalur hefur verið sannkallaður draumaáfangastaður fyrir fötluð börn og aðstandendur þeirra um árabil. Reykjadalur Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. Sumarbúðir í Reykjadal hafa verið reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um árabil. Þangað sækja um 250 ungir einstaklingar á sumrin og hefur verið mikil ánægja með starfið í Reykjadal. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Draumurinn breyttist í martröð í tilfelli fatlaðrar stúlku, dóttur Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur. Foreldrarnir lýsa atburðarásinni umræddan dag á þann veg að dóttir þeirra hafi verið á leiðinni heim og ein í herbergi sínu þegar starfsmaður kom inn í herbergið og braut á henni. „Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós,“ segja foreldrarnir í samtali við Heimildina. Flótti hafi komið á starfsmanninn þegar aðrir starfsmenn komu inn í herbergið. Þeir hafi spurt stúlkuna út í hvað gerst hafi og hún sagt þeim það. Meintur gerandi einnig fatlaður Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður sumarbúðanna, segir í samtali við Vísi að málið sé í lögreglurannsókn. Þá sé Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins með málið á sínu borði og hafi þegar skilað drögum að skýrslu. Lokaniðurstaða sé væntanlega í mars eða apríl. Hán útskýrir að um hafi verið að ræða starfsmann sem glími sjálfur við fötlun og starfi á vinnustað fyrir fatlað fólk. Hann hafi fengið að nýta vinnuaðstöðuna í Reykjadal og sinnt þar garðvinnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi sjálfur rétt við lögræðisaldur. Andrea segir foreldra stúlkunnar hafa sýnt mikinn styrk í að segja sögu sína í Heimildinni. Þau hafa ýmislegt við málið að athuga. Þar á meðal orðalag í drögum Gæða- og eftirlitsstofnunar um málið, hvenær málið var tilkynnt til barnaverndar auk þess sem þeim var ekki boðin réttargæslumaður í málinu. Hán segir málið eðlilega ótrúlega viðkvæmt enda brotaþoli fatlað barn. Starfsfólk í Reykjadal hafi þegar fengið endurgjöf um hvernig bæta megi starfið í sumarbúðunum og verkferla. Gott verði að fá skýrslu Gæða - og eftirlitsstofnunar til að draga frekari lærdóm af málinu. Verkferlar ekki fyrir hendi Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri segja í bréfi til starfsfólks sumarbúðanna að þrátt fyrir að ítarleg handbók sé til fyrir starfsmenn þá sé viðbragðsáætlun í máli af þeim toga sem hér ræðir ekki til staðar. „Atburður þessi olli þolanda og foreldrum hans miklum sársauka og harmar stjórn félagsins þennan atburð innilega.“ Unnið hafi verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur mótaðar og sendar Gæða- og eftirlitsstofnun. Þá hafi Mennta- og barnamálaráðuneytið verið upplýst um gang mála. „Við fengum ráðleggingar á sínum tíma frá fjölda aðila sem þekkingu hafa á málefnum fatlaðra. Að því sögðu voru verkferlar þegar kemur að svona málum ekki fyrir hendi sem ekki er gott fyrir félagið okkar.“ Lögreglumál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Sumarbúðir í Reykjadal hafa verið reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um árabil. Þangað sækja um 250 ungir einstaklingar á sumrin og hefur verið mikil ánægja með starfið í Reykjadal. Sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Draumurinn breyttist í martröð í tilfelli fatlaðrar stúlku, dóttur Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur. Foreldrarnir lýsa atburðarásinni umræddan dag á þann veg að dóttir þeirra hafi verið á leiðinni heim og ein í herbergi sínu þegar starfsmaður kom inn í herbergið og braut á henni. „Án þess að fara í smáatriði þá fór hann inn á hana, snerti hennar einkastaði og færði hana upp í rúm. Það er það sem við vitum. Hann lokaði dyrunum svo enginn kæmi inn, þannig að brotaviljinn var augljós,“ segja foreldrarnir í samtali við Heimildina. Flótti hafi komið á starfsmanninn þegar aðrir starfsmenn komu inn í herbergið. Þeir hafi spurt stúlkuna út í hvað gerst hafi og hún sagt þeim það. Meintur gerandi einnig fatlaður Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður sumarbúðanna, segir í samtali við Vísi að málið sé í lögreglurannsókn. Þá sé Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins með málið á sínu borði og hafi þegar skilað drögum að skýrslu. Lokaniðurstaða sé væntanlega í mars eða apríl. Hán útskýrir að um hafi verið að ræða starfsmann sem glími sjálfur við fötlun og starfi á vinnustað fyrir fatlað fólk. Hann hafi fengið að nýta vinnuaðstöðuna í Reykjadal og sinnt þar garðvinnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi sjálfur rétt við lögræðisaldur. Andrea segir foreldra stúlkunnar hafa sýnt mikinn styrk í að segja sögu sína í Heimildinni. Þau hafa ýmislegt við málið að athuga. Þar á meðal orðalag í drögum Gæða- og eftirlitsstofnunar um málið, hvenær málið var tilkynnt til barnaverndar auk þess sem þeim var ekki boðin réttargæslumaður í málinu. Hán segir málið eðlilega ótrúlega viðkvæmt enda brotaþoli fatlað barn. Starfsfólk í Reykjadal hafi þegar fengið endurgjöf um hvernig bæta megi starfið í sumarbúðunum og verkferla. Gott verði að fá skýrslu Gæða - og eftirlitsstofnunar til að draga frekari lærdóm af málinu. Verkferlar ekki fyrir hendi Hörður Sigurðsson, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri segja í bréfi til starfsfólks sumarbúðanna að þrátt fyrir að ítarleg handbók sé til fyrir starfsmenn þá sé viðbragðsáætlun í máli af þeim toga sem hér ræðir ekki til staðar. „Atburður þessi olli þolanda og foreldrum hans miklum sársauka og harmar stjórn félagsins þennan atburð innilega.“ Unnið hafi verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur mótaðar og sendar Gæða- og eftirlitsstofnun. Þá hafi Mennta- og barnamálaráðuneytið verið upplýst um gang mála. „Við fengum ráðleggingar á sínum tíma frá fjölda aðila sem þekkingu hafa á málefnum fatlaðra. Að því sögðu voru verkferlar þegar kemur að svona málum ekki fyrir hendi sem ekki er gott fyrir félagið okkar.“
Lögreglumál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira