Utan vallar: „This is the Icelandic league“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:30 Hvar er Íslendingurinn? Erlendir leikmenn eru mjög áberandi í íslensku deildinni í dag og það er ekki að fara breytast. Vísir/Bára Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina. Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Sumum finnst þetta eflaust alltof dramatísk yfirlýsing en þeir sem héldu að það færi nú loksins að renna af mönnum eftir útlendingafylleríið undanfarin ár vöknuðu upp við vondan draum þegar þeir sáu niðurstöðu kosninga á þinginu. Í stað þess að herða reglurnar um erlenda leikmenn og tryggja íslenskum leikmönnum einhverjar alvöru mínútur í deildinni er nú hætt við því að íslenskir leikmenn endi með því að vera í algjöru aukahlutverki í mörgum liðum næsta vetur. Þeir sem þekkja til vita vel að það síðasta sem hægt er að gera ráð fyrir er það að liðin haldi erlendum innflutning í einhverju lágmarki ef þau eru ekki skikkuð til þess. Nei, óskrifaða reglan er að það er alltaf best að reyna að ná forskoti á hin liðin með því að bæta einum erlendum leikmanni við. Nú þegar það er frjálst flæði evrópskra leikmanna í deildinni kæmi ekkert á óvart að við sjáum fimm til sex erlenda leikmenn í sumum liðum. Það að höfða til samvisku forráðamanna félaga um að notfæra sér ekki frelsið heldur sýna skynsemi í innflutningi sínum er í besta falli barnaleg hugsun. Nær allar ákvarðanir í útlendingamálum í gegnum tíðina eru teknar vegna þess hvað hentar hverju félagi hverju sinni. Freisting að bæta einum tilbúnum leikmanni er bara of freistandi í „vinna núna“ hugsun flestra félaga. Þeir fulltrúar liðanna sem tóku þessa ákvörðun um helgina hafa heldur greinilega engar áhyggjur af rekstri sinna félaga. Þar er greinilega nóg til af peningum svo hægt sé að fylla liðin af erlendum leikmönnum næsta vetur. Sigurvegarar helgarinnar eru eflaust umboðsmenn leikmanna sem geta nú haft vel upp úr þessum mesta innflutningi í íslenskum íþróttum. Þeir sem halda að svona reglubreyting standi ekki í vegi fyrir ungum islenskum leikmönnum að fá mínútur í deildinni lifa líka hreinlega í blekkingu. Það er alltaf auðveldara og árangursríkara að kalla í reyndan tilbúinn erlendan leikmann sem byrjar að skila tölum í næsta leik í stað þess að bíða í vikur, mánuði eða jafnvel ár eftir því að uppalinn leikmaður félagsins fari að skila til liðsins. Þolinmæði er dyggð en hefur sjaldan verið upp á pallborðið í íslensku deildinni. Það er ekki nóg með að niðurskurður Afrekssjóðs ÍSÍ ógni framtíð íslenska landsliðsins þá ákvað körfuboltahreyfingin að skjóta sig í fótinn og gera uppöldu framtíðarlandsliðsfólki erfiðara fyrir að feta leiðina frá því að vera efnilegt í að vera góðir leikmenn. Ég vona auðvitað að ég hafi ekki rétt fyrir mér og að forráðamenn liðanna stingi upp í mig en sagan segir að svo verði ekki. Já, staðreyndin er sú að „This is the Icelandic league“ og ekki breyttist það eftir þetta ársþing.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira