Jafnrétti til náms Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 27. mars 2023 11:00 Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa. Í byrjun febrúar voru Jafnréttisdagar haldnir í Háskólunum á Akureyri og þar voru flutt mjög áhugaverð og fjölbreytt erindi sem snertu við mér. Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor fjallaði meðal annars um þær hindranir sem hafa verið í vegi hennar og einnig öráreitin sem þeim fylgja sem eru svo íþyngjandi til lengri tíma og eiga auðvitað ekki að vera til staðar. María Rut Bjarnadóttir og Ingileif Friðriksdóttir frá Hinseginleikanum töluðu um bakslagið í hinseginbaráttunni. Bakslagið hefur að sjálfsögðu áhrif á háskólalífið líka og má í raun segja sem svo að erindið hafi verið harkaleg áminning um að sofna ekki á verðinum. Jafnréttisbarátta er eitthvað sem við þurfum alltaf að vera að vinna að, og alltaf að hugsa um. Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM var einnig með erindi um könnun sem þau hafa verið að vinna að um Hinseginleikann í starfi og menntun. Í þeirri könnun kom meðal annars fram að gagnkynhneigðir karlar voru að meðaltali með töluvert hærri árstekjur en lesbíur, hommar og gagnkynhneigðar konur, en síðast taldi hópurinn rak lestina og var með lægstu árstekjurnar. Þá ræddi hann einnig um hlutfall háskólamenntaðra á vinnumarkaðnum og þar voru það gagnkynhneigðu karlarnir sem voru með lægsta menntunarstigið á meðan lesbíurnar voru mest háskólamenntaðar. Þetta eru svo sláandi tölur að erfitt er að átta sig á þessu. Það virðist skipta minna máli fyrir gagnkynhneigða karla að sækja sér háskólamenntun til að ná einhverju ákveðnu starfi. Hér þarf greinilega að jafna bilið. Gæti verið að færri karlar fari í „kvennanám“ einfaldlega vegna þess að það eru töluvert lægri tekjur þar? Og getur verið að það séu töluvert lægri tekjur í þeim störfum vegna þess að þetta eru „kvennastörf“? Við þurfum að sýna öllum jaðarsettum hópum stuðning í háskólasamfélaginu. Við verðum að geta hjálpað þeim sem þurfa hjálpina og líka að reyna okkar besta til að koma í veg fyrir að þau þurfi hjálpina. Sem stendur er háskólasamfélagið ekki eins aðgengilegt fyrir alla, eins og má t.d. sjá af allri öráreitninni sem kemur frá þessum kynjuðu orðum. Það eru alls ekki öll sem flokka sig undir annað hvort konu eða karl. Það er fjölmargt annað í notkun, en þessu kynjuðu orð sem eru oftast notuð nú til dags gera það að verkum að þau sem skilgreina sig ekki sem konu eða karl taka síður þátt í háskólasamfélaginu. Því verðum við að reyna að huga að öllum og passa upp á að öll hafi jöfn tækifæri innan háskólasamfélagsins. Annað dæmi væri þau sem hafa ekki efni á því að vera í háskólanámi. Við þurfum að huga líka vel að þeim hópi og reyna að hjálpa þeim. Stéttaskipting gæti farið að spila inn í þetta mál. Við vitum að það er hægt að taka námslán og einnig námsgjaldalán, en það er bara því miður ekki heldur jafnt aðgengi að þeim fyrir öll. Oft eru lánin ekki nóg fyrir fólk til þess að lifa af og því þarf það að vinna með námi og þá skerðast lánin. Þetta er vítahringur sem er raunveruleiki allt of margra stúdenta hér á landi. Ef við horfum á Háskólann á Akureyri sérstaklega, þá á hann hrós skilið fyrir að vera mjög framarlega í því að hafa greiðan aðgang fyrir öll að námi með því sveigjanlega námsfyrirkomulagi sem er ríkjandi. Margir hópar stunda nám vegna þess að þeir geta stundað nám við Háskólann á Akureyri en gætu það ekki í öðru námsfyrirkomulagi. Þetta er fólk sem gæti ekki endilega sest á skólabekk og stundað háskólanám með hefðbundnum hætti. Hér í HA er hægt að taka það eiginlega alveg á sínum forsendum; hægt er að mæta í tíma í stofu í háskólanum, en einnig er hægt að mæta í tíma á Zoom og síðan er alltaf hægt að horfa á tímana seinna þegar hentar því þeir eru flestir teknir upp. Þetta er nefnilega alveg kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk, vinnandi fólk, langveikt fólk og svona mætti lengi telja. Þá er líka mikilvægt að tryggja áfram að hér séu námslotur sem dýpka skilning stúdenta á námsefninu og efla tengslanet þeirra um leið og þær þjóna þeim megintilgangi sínum að efla háskólasamfélagið. Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að fyrirkomulagið sé ekki hamlandi og að það sé skýrt í upphafi náms hvenær viðveru þinnar er óskað á staðnum. Þá þurfa deildir einnig að vera með eftirsóknarverðar lotur, þar sem eitthvað allt annað er gert en í hefðbundinni kennslustund. Ísland er mjög framarlega í jafnrétti á heimsvísu, en baráttan verður samt alltaf til staðar og þurfum við öll að vera tilbúin til að laga okkur að nýju umhverfi. Hugsum vel um náungann og gerum okkar besta til að gera heiminn að betri stað. Höfundur er varaformaður SHA og fulltrúi stúdenta í Jafnréttisráði HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa. Í byrjun febrúar voru Jafnréttisdagar haldnir í Háskólunum á Akureyri og þar voru flutt mjög áhugaverð og fjölbreytt erindi sem snertu við mér. Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor fjallaði meðal annars um þær hindranir sem hafa verið í vegi hennar og einnig öráreitin sem þeim fylgja sem eru svo íþyngjandi til lengri tíma og eiga auðvitað ekki að vera til staðar. María Rut Bjarnadóttir og Ingileif Friðriksdóttir frá Hinseginleikanum töluðu um bakslagið í hinseginbaráttunni. Bakslagið hefur að sjálfsögðu áhrif á háskólalífið líka og má í raun segja sem svo að erindið hafi verið harkaleg áminning um að sofna ekki á verðinum. Jafnréttisbarátta er eitthvað sem við þurfum alltaf að vera að vinna að, og alltaf að hugsa um. Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM var einnig með erindi um könnun sem þau hafa verið að vinna að um Hinseginleikann í starfi og menntun. Í þeirri könnun kom meðal annars fram að gagnkynhneigðir karlar voru að meðaltali með töluvert hærri árstekjur en lesbíur, hommar og gagnkynhneigðar konur, en síðast taldi hópurinn rak lestina og var með lægstu árstekjurnar. Þá ræddi hann einnig um hlutfall háskólamenntaðra á vinnumarkaðnum og þar voru það gagnkynhneigðu karlarnir sem voru með lægsta menntunarstigið á meðan lesbíurnar voru mest háskólamenntaðar. Þetta eru svo sláandi tölur að erfitt er að átta sig á þessu. Það virðist skipta minna máli fyrir gagnkynhneigða karla að sækja sér háskólamenntun til að ná einhverju ákveðnu starfi. Hér þarf greinilega að jafna bilið. Gæti verið að færri karlar fari í „kvennanám“ einfaldlega vegna þess að það eru töluvert lægri tekjur þar? Og getur verið að það séu töluvert lægri tekjur í þeim störfum vegna þess að þetta eru „kvennastörf“? Við þurfum að sýna öllum jaðarsettum hópum stuðning í háskólasamfélaginu. Við verðum að geta hjálpað þeim sem þurfa hjálpina og líka að reyna okkar besta til að koma í veg fyrir að þau þurfi hjálpina. Sem stendur er háskólasamfélagið ekki eins aðgengilegt fyrir alla, eins og má t.d. sjá af allri öráreitninni sem kemur frá þessum kynjuðu orðum. Það eru alls ekki öll sem flokka sig undir annað hvort konu eða karl. Það er fjölmargt annað í notkun, en þessu kynjuðu orð sem eru oftast notuð nú til dags gera það að verkum að þau sem skilgreina sig ekki sem konu eða karl taka síður þátt í háskólasamfélaginu. Því verðum við að reyna að huga að öllum og passa upp á að öll hafi jöfn tækifæri innan háskólasamfélagsins. Annað dæmi væri þau sem hafa ekki efni á því að vera í háskólanámi. Við þurfum að huga líka vel að þeim hópi og reyna að hjálpa þeim. Stéttaskipting gæti farið að spila inn í þetta mál. Við vitum að það er hægt að taka námslán og einnig námsgjaldalán, en það er bara því miður ekki heldur jafnt aðgengi að þeim fyrir öll. Oft eru lánin ekki nóg fyrir fólk til þess að lifa af og því þarf það að vinna með námi og þá skerðast lánin. Þetta er vítahringur sem er raunveruleiki allt of margra stúdenta hér á landi. Ef við horfum á Háskólann á Akureyri sérstaklega, þá á hann hrós skilið fyrir að vera mjög framarlega í því að hafa greiðan aðgang fyrir öll að námi með því sveigjanlega námsfyrirkomulagi sem er ríkjandi. Margir hópar stunda nám vegna þess að þeir geta stundað nám við Háskólann á Akureyri en gætu það ekki í öðru námsfyrirkomulagi. Þetta er fólk sem gæti ekki endilega sest á skólabekk og stundað háskólanám með hefðbundnum hætti. Hér í HA er hægt að taka það eiginlega alveg á sínum forsendum; hægt er að mæta í tíma í stofu í háskólanum, en einnig er hægt að mæta í tíma á Zoom og síðan er alltaf hægt að horfa á tímana seinna þegar hentar því þeir eru flestir teknir upp. Þetta er nefnilega alveg kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk, vinnandi fólk, langveikt fólk og svona mætti lengi telja. Þá er líka mikilvægt að tryggja áfram að hér séu námslotur sem dýpka skilning stúdenta á námsefninu og efla tengslanet þeirra um leið og þær þjóna þeim megintilgangi sínum að efla háskólasamfélagið. Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að fyrirkomulagið sé ekki hamlandi og að það sé skýrt í upphafi náms hvenær viðveru þinnar er óskað á staðnum. Þá þurfa deildir einnig að vera með eftirsóknarverðar lotur, þar sem eitthvað allt annað er gert en í hefðbundinni kennslustund. Ísland er mjög framarlega í jafnrétti á heimsvísu, en baráttan verður samt alltaf til staðar og þurfum við öll að vera tilbúin til að laga okkur að nýju umhverfi. Hugsum vel um náungann og gerum okkar besta til að gera heiminn að betri stað. Höfundur er varaformaður SHA og fulltrúi stúdenta í Jafnréttisráði HA.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun