Kjarkleysi eða pólitískt afturhald? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2023 08:01 „Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
„Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar