Gul viðvörun í húsnæðiskortinu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. mars 2023 17:00 Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Stýrivaxtahækkanir og verðbólga hækka lánin, matarkarfan er orðin dýrari, tryggingar hafa hækkað og veski landsmanna léttist í takt. Þær jákvæðu fréttir bárust hins vegar í morgun að verðbólgan virðist vera að þokast niður. Einn fyrir alla, allir fyrir einn Afleiðingar af þessum hækkunum eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en hefur kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn, sérstaklega þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Fjölmargir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt líkt og markaðurinn er í dag. Þessi þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram þegar fastir vextir óverðtryggðra lána renna sitt skeið. Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Þetta er vond þróun og húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er nú botnfrosinn. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverkið sem var að kæla markaðinn, en við verðum að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki og við sjáum margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur í fullkominni pattstöðu. Fólk verður áfram að finna sér heimili en húsnæðisverð, lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Til viðbótar þurfum við auðvitað að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni og ég er farin að upplifi mig sem rispaða plötu. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að horfa til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við þurfum núna að breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Við þurfum núna að greina umhverfi framkvæmdaðila og mér þykir líklegast að nauðsynlegt sé að ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og má þar horfa til sérstakra, og tímabundna, lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Þá ákalla ég lífeyrissjóðina um að koma inn með öflugri hætti og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Þurfi til þess lagabreytingu þá er það okkar þingmanna að bregðast þar við. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er að nýta þau. Ég er tilbúinn til þess að vinna að lausn mála og kalla á fleiri til að vera með mér í því liði. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Seðlabankinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Stýrivaxtahækkanir og verðbólga hækka lánin, matarkarfan er orðin dýrari, tryggingar hafa hækkað og veski landsmanna léttist í takt. Þær jákvæðu fréttir bárust hins vegar í morgun að verðbólgan virðist vera að þokast niður. Einn fyrir alla, allir fyrir einn Afleiðingar af þessum hækkunum eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en hefur kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn, sérstaklega þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Fjölmargir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt líkt og markaðurinn er í dag. Þessi þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram þegar fastir vextir óverðtryggðra lána renna sitt skeið. Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Þetta er vond þróun og húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er nú botnfrosinn. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverkið sem var að kæla markaðinn, en við verðum að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki og við sjáum margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur í fullkominni pattstöðu. Fólk verður áfram að finna sér heimili en húsnæðisverð, lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Til viðbótar þurfum við auðvitað að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni og ég er farin að upplifi mig sem rispaða plötu. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að horfa til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við þurfum núna að breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Við þurfum núna að greina umhverfi framkvæmdaðila og mér þykir líklegast að nauðsynlegt sé að ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og má þar horfa til sérstakra, og tímabundna, lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Þá ákalla ég lífeyrissjóðina um að koma inn með öflugri hætti og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Þurfi til þess lagabreytingu þá er það okkar þingmanna að bregðast þar við. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er að nýta þau. Ég er tilbúinn til þess að vinna að lausn mála og kalla á fleiri til að vera með mér í því liði. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun