Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 20:45 Viktor Gísli í leik kvöldsins. Twitter@HBCNantes Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti