Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 20:45 Viktor Gísli í leik kvöldsins. Twitter@HBCNantes Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða