Við hefjum þó leik á rafíþróttum þar sem upphitun fyrir Evrópu-undanúrslitin á Blast Premier mótaröðinni í CS:GO hefst klukkan 14:10 á Stöð 2 eSport. Undanúrslitin hefjast svo klukkan 14:30 og klukkan 17:30 mætast Complexity og Imperial áður en Furia mætir EG klukkan 19:30.
Stjarnan og Selfoss eigast svo við í Olís-deild karla í handbolta klukkan 19:20 á Stöð 2 Sport. Selfyssingar sitja í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna. Liðin eru enn í harðri baráttu um heimaleikjarétt, en nái Selfyssingar að knýja fram sigur er sá draumur Stjörnumanna svo gott sem úti.
Að lokum er svo bein útsending frá DIO Implant LA Open á LPGA-mótaröðinni í golfi frá klukkan 22:30 á Stöð 2 Sport 4.