Hlynur Bæringsson: Það verður enginn betri en ég 41 árs Jón Már Ferro skrifar 30. mars 2023 22:26 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Arnar Stjarnan vann KR í Frostaskjólinu í kvöld 100-118 í Subway-deild karla í körfubolta. Hlynur Bæringsson, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og spilaði 17 mínútur þegar Garðbæingar komust í úrslitakeppnina á kostnað Hattar sem tapaði á móti föllnu liði ÍR. „Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
„Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira