Fékk batakveðjur frá Arnari nokkrum dögum áður en hann hvarf Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 08:00 Kristján Örn Kristjánsson segist hafa lært margt af þjálfaranum Arnari Gunnarssyni. Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur hugsað mikið til síns gamla þjálfara Arnars Gunnarssonar undanfarið eftir að Arnar hvarf. Mánuður er liðinn síðan að lögregla lýsti eftir Arnari. Samverustund var haldin í Digraneskirkju fyrir tíu dögum þar sem aðstandendur komu saman til að senda honum hlýja strauma, en enn hefur ekkert til hans spurst. Kristján lék undir stjórn Arnars í fimm ár hjá Fjölni í upphafi síns ferils og segir það enn hjálpa sér í handboltanum í dag, sem leikmanni PAUC í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Þegar Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum í viðtali við Vísi í febrúar hafði Arnar samband við sinn gamla lærisvein. „Vildi að ég væri meira eins og hann hvað þetta varðar“ „Hann var einmitt einn af þeim sem að sendu mér skilaboð og óskaði mér góðs bata, nokkrum dögum áður en hann hvarf, sem að ég met sérstaklega mikils núna og auðvitað þá líka,“ segir Kristján sem ræddi ítarlega við Vísi í viðtali í síðustu viku. „Hann kenndi mér margt sem að ég geri enn þann dag í dag í mínum handboltaleik. Það hefur verið skrifað nokkuð um hann undanfarið og meðal annars það að hann tók aldrei neinu „búllsjitti“. Það getur verið kostur og það getur verið galli, en ég tel að það sé frekar kostur. Ég vildi að ég væri meira eins og hann hvað þetta varðar, að hlusta ekki of mikið á hálfvita,“ segir Kristján og heldur áfram: „Hann var ótrúlegur handboltagaur, elskaði handbolta og allt sem tengdist honum, og sá vel um sína leikmenn. Ég á enn eftir að syrgja hann en ég þarf að gera það almennilega. Ég komst ekki í samverustundina en ég mun taka gott móment þegar tími gefst og kveðja hann á almennilegan hátt.“ HK Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3. mars 2023 11:49 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Mánuður er liðinn síðan að lögregla lýsti eftir Arnari. Samverustund var haldin í Digraneskirkju fyrir tíu dögum þar sem aðstandendur komu saman til að senda honum hlýja strauma, en enn hefur ekkert til hans spurst. Kristján lék undir stjórn Arnars í fimm ár hjá Fjölni í upphafi síns ferils og segir það enn hjálpa sér í handboltanum í dag, sem leikmanni PAUC í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Þegar Kristján greindi frá andlegum veikindum sínum í viðtali við Vísi í febrúar hafði Arnar samband við sinn gamla lærisvein. „Vildi að ég væri meira eins og hann hvað þetta varðar“ „Hann var einmitt einn af þeim sem að sendu mér skilaboð og óskaði mér góðs bata, nokkrum dögum áður en hann hvarf, sem að ég met sérstaklega mikils núna og auðvitað þá líka,“ segir Kristján sem ræddi ítarlega við Vísi í viðtali í síðustu viku. „Hann kenndi mér margt sem að ég geri enn þann dag í dag í mínum handboltaleik. Það hefur verið skrifað nokkuð um hann undanfarið og meðal annars það að hann tók aldrei neinu „búllsjitti“. Það getur verið kostur og það getur verið galli, en ég tel að það sé frekar kostur. Ég vildi að ég væri meira eins og hann hvað þetta varðar, að hlusta ekki of mikið á hálfvita,“ segir Kristján og heldur áfram: „Hann var ótrúlegur handboltagaur, elskaði handbolta og allt sem tengdist honum, og sá vel um sína leikmenn. Ég á enn eftir að syrgja hann en ég þarf að gera það almennilega. Ég komst ekki í samverustundina en ég mun taka gott móment þegar tími gefst og kveðja hann á almennilegan hátt.“
HK Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3. mars 2023 11:49 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Lögregla lýsir eftir Stefáni Arnari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær. 3. mars 2023 11:49
„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða