Stjarnan vann einvígið gegn Þór í undanúrslitunum, 3-1. Þór vann Snæfell einnig, 3-1.
Stjörnukonur gerðu góða ferð í Vesturbæinn í gær og sigruðu KR-inga, 78-98. Hin fimmtán ára Kolbrún María Ármannsdóttir fór fyrir liði Stjörnunnar og var með 32 stig og þrettán fráköst. Violet Morrow skoraði einnig 32 stig fyrir KR og tók tíu fráköst.
Þór bar sigurorð af Snæfelli, 90-100, í Stykkishólmi í gær. Madison Sutton skoraði 27 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Þórsara. Tuba Poyraz var með 23 stig og átján fráköst. Fjörutíu stig Cheah Whitsitt dugðu skammt fyrir Snæfell.
Næsta tímabil verður fyrsta tímabil Þórs í efstu deild síðan 1977-78.