Jónatan: Viltu að ég ljúgi? Kári Mímisson skrifar 10. apríl 2023 18:55 Jónatan Magnússon stýrði KA í síðasta sinn í dag en hann mun þjálfa sænska liðið Skövde á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikill léttir og ég er stoltur af strákunum í dag. Það að fara í þennan leik var mjög erfitt svona undirbúningslega séð. Þetta er leikur þar sem það er mikið undir og tap hefði getað þýtt að við höfðum geta fallið svo klárlega léttir að enda þetta á sigri.“ Sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir eins marks sigur hans manna á Seltjarnarnesi fyrr í dag. Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“ Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“
Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira