Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2023 12:03 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“ Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira