„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. apríl 2023 13:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir hreyfinguna sterkari saman. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18
Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent