Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 15:53 Hér má sjá Cory Galloway þegar hann og Nickolas Wilt nálgast bankann. AP/Lögreglan í Louisville Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira