„Þetta lá þungt á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 23:01 Gunnar Magnússon. Vísir/Sigurjón Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir að mál þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar hafi legið þungt á sér. Mikill léttir sé að lausn hafi fundist. Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira