Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:48 Londor Breed, borgarstjóri San Francisco, (t.v.), William Scott, lögreglustjóri borgarinnar, og Brooke Jenkins, umdæmissaksóknari í borginni á blaðamannafundi um morðið á Bob Lee í dag. AP/Godofredo A. Vásquez Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira