Þau sem þora Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar 14. apríl 2023 15:00 Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks bæði hérlendis sem og um allan heim. Á Íslandi hefur bakslagið einkum birst í auknu hatri í garð trans fólks sem upplifir aukið ofbeldi, aukna hatursorðræðu og almennt fjandsamlegri framkomu í sinn garð. Þegar bakslagið ber á góma eru sum sem velta því upp hvort að það sé raunverulega að gerast - hvort trans fólk sé ekki bara að ýkja upplifanir sínar eða hvort þau hafi ekki bara kallað þetta yfir sig sjálf. Þá er einnig mótmælt stórlega þegar yfirvöld bregðast við bakslaginu, til dæmis með auknu fjármagni til Samtakanna ‘78, og spurt: þarf þetta trans fólk nokkuð meiri stuðning? Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega slíkar athugasemdir hér en þeim sem vilja leita þær uppi er bent á kommentakerfið undir nánast öllum fréttum um bakslag í hinsegin réttindabaráttu. Einstaklingarnir bakvið þessar athugasemdir virðast líta á sig sem þau einu sem þora að spyrja stóru spurninganna eða segja það sem öll önnur eru að hugsa; með athugasemdum sem gefa í skyn efasemdir um upplifanir trans fólks og mikilvægi þess stuðnings sem trans fólk þarf á að halda. Þetta meinta hugrekki þeirra sem skrifa svona athugasemdir hefur lítið annað í för með sér en aukið hatur og aukinn efa í garð trans fólks og þeirra upplifana, þá einkum fyrir ungt trans fólk. Trans ungmenni hafa átt undir högg að sækja og upplifa jafnvel að það sé veist að þeim úti á götu. Við vitum að þetta er lífshættuleg þróun, eins og hefur því miður komið í ljós. Það er gríðarlega stórt skref að koma út sem trans og þarf mikið hugrekki til þess að gera það; sérstaklega á unga aldri þegar þú ert enn upp á foreldra þína komið og getur ekki treyst á það að þau bregðist jákvætt við þessum fréttum. Þau trans ungmenni sem hafa komið út úr skápnum þurfa að þora að vera þau sjálf í hringiðu grunnskólanna og menntaskólanna þar sem samfélagsmiðlarnir ráða ríkjum og hatursorðræða virðist vera á hverju strái. Þau þurfa að þora að ganga úti á götu, þar sem stundum er gelt á þau og hrópað ókvæðisorðum að þeim vegna þess hver þau eru. Til þess að taka þessi skref þurfa þau að þora ansi mikið, og það er nefnilega trans fólk sem þorir, annað en einstaklingarnir sem kynda undir hatur í þeirra garð. Trans fólk er fólk sem sýnir hugrekki alla daga, einfaldlega með því að vera nákvæmlega þau sjálf. Þau sem þora að koma út úr skápnum sem trans gera það þó svo að það geti kostað þau fjölskyldu, vini, öryggi, tækifæri og svo margt meira. Þau þora að taka skrefið í átt að betri líðan og bættri sjálfsmynd. Þau þora að lifa sem sannasta útgáfan af sjálfum sér. Þau þora að vera fyrirmynd í sjálfsöryggi og tjáningu. Þau þora að stíga upp á móti fordómaseggjunum. Þau þora að fræða þau fáfróðu. Þau þora að brjóta niður staðalmyndir samfélagsins, einn ömurlegan fordómamúr í einu. Það sem við, sem erum ekki trans, getum gert til að styðja við öll þau sem þora, er einfalt. Við þurfum bara að þora sjálf. Við þurfum að þora að styðja trans systkini okkar, vini og fjölskyldu. Við þurfum að þora að stíga upp á móti hatrinu í þeirra garð. Við þurfum að þora að vernda þau og styrkja. Við þurfum að þora að vera manneskjan sem segir stopp á kaffistofunni, í fjölskylduboðinu eða heita pottinum þegar umræðan verður neikvæð í garð trans fólks. Við þurfum að þora að fræða fólkið í kringum okkur um trans veruleika, svo trans fólk þurfi ekki stöðugt að upplýsa önnur um líf sitt og tilveru. Ef þau þora, þá þorum við líka. Þau sem vilja þora en vita ekki nákvæmlega hvað þau geta gert betur er bent á að það er hægt að bóka hinsegin fræðslu hjá Samtökunum ‘78. Fræðslan fjallar um hinseginleikann í allri sinni dýrð og hvað það þýðir að vera hinsegin. Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 - Félags hinsegin fólks á Íslandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun