Stöð 2 Sport
Úrslitakeppni Olís-deildarinnar fer af stað í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Útsending frá leiknum hefst klukkan 13:50 en margir spá Eyjamönnum góðu gengi í úrslitakeppninni.
Klukkan 18:05 verður sýnt beint frá Sauðárkróki þar sem Tindastóll getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Keflavík. Klukkan 20:05 verður síðan bein útsending frá leik fjögur í einvígi Þórs frá Þorlákshöfn og Hauka en Haukar leiða 2-1 í einvíginu.
Subway Körfuboltakvöld fer svo yfir alla leiki 8-liða úrslitanna en útsending hefst klukkan 22:00.
Stöð 2 Sport 2
Bein útsending frá leik Bologna og AC Milan hefst klukkan 12:50 og klukkan 15:50 verður sýnt beint frá leik Napoli og Hellas Verona. Þríhöfðanum í Serie A lýkur svo klukkan 18:35 þegar Inter tekur á móti Monza.
Stöð 2 Sport 3
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar er komin af stað og í kvöld verður sýnt beint frá leik Boston Celtics og Atlanta Hawks en útsending frá leiknum hefst klukkan 19:30.
Stöð 2 Sport 4
Útsending frá Lotte Championship mótinu á LPGA mótaröðinni hefst klukkan 22:00.
Stöð 2 Sport 5
Mikið hefur verið rætt um leik FH og Stjörnunnar í Bestu deildinni sem fer fram á Miðvelli FH í Kaplakrika. Útsending frá leiknum hefst klukkan 15:45. Bestu tilþrifin verða síðan á dagskrá klukkan 18:10 þar sem farið verður yfir leiki dagsins.
Klukkan 19:20 er komið að seinni leik dagsins í úrslitakeppni Olís-deildarinnar en þá verður sýnt beint frá leik FH og Selfoss í Kaplakrika.
Besta deildar-rásin
Leikur Keflavíkur og KR í Bestu deildinni verður sýndur beint klukkan 13:50.
Besta deildar-rás 2
Leikur KA og ÍBV verður í beinni útsendingu frá Akureyri klukkan 15:50.
Stöð 2 Esport
Upphitun fyrir níunda dag BLAST.tv Paris Major mótsins í rafíþróttum hefst klukkan 7:30 en í dag verður leikið til úrslita. Undanúrslit hefjast klukkan 8:00 en úrslitin klukkan 12:30.