Verður Messi kynntur til leiks hjá Barcelona innan skamms? Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 07:01 Lionel Messi gæti verið á leið til Barcelona á nýjan leik. Vísir/Getty Virtur spænskur íþróttablaðamaður segir að markaðsdeild knattspyrnuliðsins Barcelona sé þegar byrjuð að vinna í tilkynningu um komu Lionel Messi til liðsins en samningur hans við PSG rennur út í sumar. Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr. Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr.
Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01