Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2
Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld.
Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig.
Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli.
— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023
Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V
Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1.
Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig.
Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu.
Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil.
#PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023
PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða.