Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er að þú getur tjáð þig í gegnum klæðnað án þess að þurfa að útskýra það með orðum. Hún getur sagt svo mikið um persónuleika þinn og hvernig karakterinn þinn er.

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Ég á enga uppáhalds flík en mér finnst flottir skór, til dæmis Adidas superstars, eða þröngur toppur alltaf hjálpa outfittinu.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Það fer algjörlega eftir því hvert ég er að fara eða hvað ég er að fara að gera. Það getur verið allt frá nokkrum mínútum í nokkra klukkutíma, ef um stóran viðburð er að ræða.
En venjulega reyni ég að ákveða outfittið mitt daginn fyrir svo að ég lendi ekki í vandræðum samdægurs.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Alls konar, allt frá „tomboy“ yfir í að vera „stelpulegur“. Ég er aðallega með baggy-, loose-fitting stíl sem daglegan fatnað en ég get líka átt það til að vera í hátísku fatnaði við rétt tækifæri.

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Hann hefur þróast með aldrinum, frá því að ég vildi vera í svipuðum fatnaði og samaldrar mínir í það sem hentar mér í dag og ég fíla án þess að aðrir hafi áhrif á það.

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Á samfélagsmiðlana Pinterest og TikTok.

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Baggy buxur eru alltaf möst en það er ekkert bannað þegar það kemur að tísku, klæddu þig í það sem þú vilt.

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Það var þegar ég klæddist outfitti frá YSL þegar ég var í myndatöku í Mílanó. Það var svo fáránleg töff og eitthvað sem ég myndi sjálf klæðast.

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Ef þér finnst outfittið þitt vera basic settu þá á þig skartgripi. Finndu þinn eigin stíl. Það má allt!
