„Svo spennt fyrir nýju hlutverki í október,“ skrifar Kolbrún og hamingjuóskum rignir yfir parið.
Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2021. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn.
Síðar það sama ár varð hún í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 en hún var aðeins 58 stigum frá 1. sætinu.
Ári síðar lenti hún í því áfalli að slíta hásin og því gat hún keppt með landsliðinu á Evrópumótinu það árið. Síðasta sumar starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair.
Kolbrún og Ísak hafa verið saman í nokkur ár. Ísak var á fótboltasamningi í háskóla í Boston og útskrifaðist þaðan síðasta vor. Hann er jafnframt sonur Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra 66°Norður.