„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Magnús Jochum Pálsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 19. apríl 2023 00:29 Upplýsingafundurinn á Laugarbakka var vel sóttur. Vísir/Sigurður Orri Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. Fréttastofa ræddi í gærmorgun við Gunnar Þorgeirsson, bónda á Efri-Fitjum, um fréttirnar af niðurskurðinum. Hann sagði alla íbúa sveitarfélagsins í áfalli og fréttirnar „algjört“ reiðarslag enda byggi sveitarfélagið á sauðfjárbúskap. „Þetta er svaka högg og það eru allir í sveitinni með kökkinn í hálsinum. Menn eru varla búnir að átta sig á þessu. Hraðinn hefur verið slíkur í þessu að menn hafa ekki náð að draga andann,“ sagði Gunnar um fjárskurðinn Matvælastofnun tekur þetta upp á sína arma og tekur þessar ákvarðanir. Er ósætti með það? „Matvælastofnun vinnur í sjálfu sér eftir reglugerð,“ sagði Gunnar en bætti við að „mannleg samskipti við þá bændur sem hafa lent í þessu eru fyrir neðan allar hellur.“ Hann taldi að það yrði vel mætt á íbúafund á Hvammstanga út af málinu. „Það er búið að hvetja þingmenn og aðra til að mæta og ég vona að þeir mæti og hlusti á það sem þar fer fram,“ sagði hann um fundinn. Urðun gengið erfiðlega Fréttastofa náði einnig tali af Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, í dag. Hún lýsti því hvar í niðurskurðarferlinu stofnunin væri stödd. „Matvælastofnun lauk aðgerðum á sjötta tímanum í dag, það er búið að fjarlægja allt fé af bænum, búið að aflífa, taka sýni af hverri einustu kind og koma þessu fyrir í lekahelda gáma,“ sagði Sigurborg í viðtali við fréttastofu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, sagði urðun eina möguleikann.Stöð 2 Leit að urðunarstað fyrir hræin gekk illa og var ákvörðun um að urða hræin gagnrýnd. Yfirdýralæknir sagði urðun vera eina kostinn í stöðunni en hins vegar hafi gengið erfiðlega að finna urðunarstað eftir að kom í ljós að sá staður sem var valinn upphaflega var ekki traustur. Hvers vegna er hægt að grafa þetta í jörð? „Það er ekki hægt að brenna það og þá er næsta stig að urða,“ sagði Sigurborg. „Ég fór af stað með þá fullvissu að urðunarstaður væri fundinn en svo reyndist ekki vera og þess vegna var ekki hægt að snúa við. Við urðum að forgangsraða verkefninu. Við vorum byrjuð að sækja féð, komið rót á féð og það komið nálægt burði og það varð að hafa dýravelferð í fyrsta sæti. Það var byrjað að aflífa þegar fréttist að urðunarstaður hafi ekki verið traustur,“ sagði hún um vandræði stofnunarinnar Er verið að rekja fé frá Urriðaá líka og stendur til í að reyna að komast í það sem allra fyrst? „Já, smitrakning er í gangi en það liggur ekki eins mikið á því eins og með ærnar á Urriðaá. Þær voru að fara að bera en flestar kindurnar sem voru seldar frá Urriðaá eru hrútar þannig það er ekki eins mikil tímapressa á því. Þannig við sækjumst eftir því fé með tímanum,“ sagði Sigurborg að lokum. Áfall fyrir fólk á svæðinu, samfélagið og sauðfjárbændur á öllu landinu Fréttamaður fréttastofu var einnig staddur á fjölmennum upplýsingafundi sem haldinn var frá átta til tíu á Laugarbakka í kvöld. Meðal gesta voru kjörnir fulltrúar úr hinum ýmsu flokkum. Ein þeirra var Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingkona Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, sem fréttastofa náði tali af. Lilja Rannveig sagði fundinn vera persónulegan fyrir sjálfa sig enda búi hún á sauðfjárbúi. „En þetta er líka mjög stórt í kjördæminu og stórt fyrir alla sauðfjárbændur á landinu þannig ég er ánægð að hér hafi verið haldinn stór upplýsingafundur þar sem allir gátu spurt sérfræðingana að því sem brann á þeim,“ sagði hún „Þetta er áfall fyrir samfélagið og áfall fyrir sauðfjárbændur á öllu landinu og sérstaklega áfall fyrir fólk sem er á þessu svæði.“ Lilja Rannveig segir niðurskurðinn mikið áfall fyrir sauðfjárbændur og allt samfélagið í heild sinni.Vísir/Vilhelm Að Miðfjarðarhólfi liggja fjögur hólf og segir Lilja að í þessum fjórum hólfum þurfi að gæta að viðhaldi og eftirliti. „Náttúra, veður og menn hafa áhrif á girðingarnar þannig það þarf að vera reglulegt viðhald og það þarf að veita fjármagni til viðhalds á girðingum af því þær skipta svo miklu máli varðandi flutning og annað,“ sagði Lilja. Aðspurð um svör sérfræðinganna á fundinum sagðist Lilja vera ánægð með þau en bætti við að það væru skiptar skoðanir varðandi vísindin. „Vísindamenn eru ósammála um það hvað er besta leiðin áfram. Við í stjórnmálunum þurfum að fylgja vísindamönnunum og þeir þurfa að komast niðurstöðu um það hver sé besta leiðin. Ég hef mikinn skilning varðandi þær beiðnir sem hafa komið héðan um niðurskurðinn, að það sé leitað annarra leiða en við fylgjum þeim vísindamönnum sem við höfum ráðið til þessara starfa.“ Að lokum sagðist Lilja vera vongóð um að það verði breytingar en segir að það þurfi að veita fjármagni til rannsókna. Sjálf myndi hún vilja að farið yrði í arfgerðargreiningar fyrir allt fé á landinu en það þurfi að sjá hvað sé hægt að veita miklum pening í það. „Þetta er komið gott og það eru allir á því,“ Þórarinn Óli Rafnsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra og bóndi í Miðfjarðarhólfi, var einnig viðstaddur á fundinum. Hann var ánægður með fundinn og sagði að sauðfjárbændur í Húnaþingi Vestra hafi komið sínu sjónarmiði á framfæri og fengið viðbrögð við þeim. „Okkar sjónarmið er að þetta sé hægt á tiltölulega stuttum tíma. Við viljum breyta hlutunum hér til að byrja með til þess að þetta breytist á landsvísu,“ sagið Þórarinn. Það var þéttsetið á fundinum og ríkti þar mikil samstaða.Vísir/Sigurður Orri Samstaða með bændum var mikil og fannst ekki verktaki í sveitinni til að urða hræin. Þórarinn segir að það sýni að menn eru komnir með nóg af núverandi verkferli. „Niðurskurður kostar gríðarlega peninga og þetta eru peningar sem við gætum notað í að arfgerðargreina fé og uppræta þetta sem væri óskastaða. Þetta er komið gott og það eru allir á því,“ bætti hann við. Þórarinn segist vona að svona fundir skili einhverju en sér finnist sárast hvað allt taki langan tíma í stjórnsýslunni. „Maður myndi vilja sjá að þegar þessi ARR-arfgerð er komin fram að hlutirnir myndu gerast aðeins hraðar.“ Þá sagði hann að sú reglugerðarbreyting að bæta viðauka sjö inn í Evrópusambandsreglugerðina væri „game-changer fyrir bændur. Það að geta vaktað hjörð, tekið sýkta einstaklinga og ræktað þetta í burtu.“ Menn verði í spennitreyju fram að næstu sláturtíð Talsvert af ráðamönnum, þingmönnum og fólki sem getur haft áhrif. Heldurðu að þau hafi áhuga á að breyta þessu? „Þetta er áfall fyrir alla og þarna eru þingmenn héraðanna og þingmenn sem hafa verið í öðrum héruðum sem hafa lent í þessu. Menn þekkja sárindin og ég vil trúa því að menn hafi komið til að upplifa þessa samkennd og þennan vilja bænda til að gera breytingar,“ sagði Þórarinn. Það hefur féð frá þessum bæjum farið víða um sveitina, eru menn áhyggjufullir að þurfa að skera meira niður. „Ég á hrút frá öðrum bænum og kýs að halda honum á meðan það er enn verið að smitrekja af þessum seinni bæ. Áhyggjurnar eru náttúrulega alltaf til staðar. Á næstkomandi sláturtíð verður farið í það að taka mænusýni úr öllum fullorðnum gripum í hólfinu og menn verð í spennitreyju þangað til. Þetta getur komið upp hvar sem er, það er ekki nokkur spurning. Þess vegna viljum við líka keyra á reglugerðarbreytinguna núna þannig við getum brugðist við á annan hátt,“ sagði Þórarinn að lokum. Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 17. apríl 2023 23:00 Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Fréttastofa ræddi í gærmorgun við Gunnar Þorgeirsson, bónda á Efri-Fitjum, um fréttirnar af niðurskurðinum. Hann sagði alla íbúa sveitarfélagsins í áfalli og fréttirnar „algjört“ reiðarslag enda byggi sveitarfélagið á sauðfjárbúskap. „Þetta er svaka högg og það eru allir í sveitinni með kökkinn í hálsinum. Menn eru varla búnir að átta sig á þessu. Hraðinn hefur verið slíkur í þessu að menn hafa ekki náð að draga andann,“ sagði Gunnar um fjárskurðinn Matvælastofnun tekur þetta upp á sína arma og tekur þessar ákvarðanir. Er ósætti með það? „Matvælastofnun vinnur í sjálfu sér eftir reglugerð,“ sagði Gunnar en bætti við að „mannleg samskipti við þá bændur sem hafa lent í þessu eru fyrir neðan allar hellur.“ Hann taldi að það yrði vel mætt á íbúafund á Hvammstanga út af málinu. „Það er búið að hvetja þingmenn og aðra til að mæta og ég vona að þeir mæti og hlusti á það sem þar fer fram,“ sagði hann um fundinn. Urðun gengið erfiðlega Fréttastofa náði einnig tali af Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, í dag. Hún lýsti því hvar í niðurskurðarferlinu stofnunin væri stödd. „Matvælastofnun lauk aðgerðum á sjötta tímanum í dag, það er búið að fjarlægja allt fé af bænum, búið að aflífa, taka sýni af hverri einustu kind og koma þessu fyrir í lekahelda gáma,“ sagði Sigurborg í viðtali við fréttastofu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, sagði urðun eina möguleikann.Stöð 2 Leit að urðunarstað fyrir hræin gekk illa og var ákvörðun um að urða hræin gagnrýnd. Yfirdýralæknir sagði urðun vera eina kostinn í stöðunni en hins vegar hafi gengið erfiðlega að finna urðunarstað eftir að kom í ljós að sá staður sem var valinn upphaflega var ekki traustur. Hvers vegna er hægt að grafa þetta í jörð? „Það er ekki hægt að brenna það og þá er næsta stig að urða,“ sagði Sigurborg. „Ég fór af stað með þá fullvissu að urðunarstaður væri fundinn en svo reyndist ekki vera og þess vegna var ekki hægt að snúa við. Við urðum að forgangsraða verkefninu. Við vorum byrjuð að sækja féð, komið rót á féð og það komið nálægt burði og það varð að hafa dýravelferð í fyrsta sæti. Það var byrjað að aflífa þegar fréttist að urðunarstaður hafi ekki verið traustur,“ sagði hún um vandræði stofnunarinnar Er verið að rekja fé frá Urriðaá líka og stendur til í að reyna að komast í það sem allra fyrst? „Já, smitrakning er í gangi en það liggur ekki eins mikið á því eins og með ærnar á Urriðaá. Þær voru að fara að bera en flestar kindurnar sem voru seldar frá Urriðaá eru hrútar þannig það er ekki eins mikil tímapressa á því. Þannig við sækjumst eftir því fé með tímanum,“ sagði Sigurborg að lokum. Áfall fyrir fólk á svæðinu, samfélagið og sauðfjárbændur á öllu landinu Fréttamaður fréttastofu var einnig staddur á fjölmennum upplýsingafundi sem haldinn var frá átta til tíu á Laugarbakka í kvöld. Meðal gesta voru kjörnir fulltrúar úr hinum ýmsu flokkum. Ein þeirra var Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingkona Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, sem fréttastofa náði tali af. Lilja Rannveig sagði fundinn vera persónulegan fyrir sjálfa sig enda búi hún á sauðfjárbúi. „En þetta er líka mjög stórt í kjördæminu og stórt fyrir alla sauðfjárbændur á landinu þannig ég er ánægð að hér hafi verið haldinn stór upplýsingafundur þar sem allir gátu spurt sérfræðingana að því sem brann á þeim,“ sagði hún „Þetta er áfall fyrir samfélagið og áfall fyrir sauðfjárbændur á öllu landinu og sérstaklega áfall fyrir fólk sem er á þessu svæði.“ Lilja Rannveig segir niðurskurðinn mikið áfall fyrir sauðfjárbændur og allt samfélagið í heild sinni.Vísir/Vilhelm Að Miðfjarðarhólfi liggja fjögur hólf og segir Lilja að í þessum fjórum hólfum þurfi að gæta að viðhaldi og eftirliti. „Náttúra, veður og menn hafa áhrif á girðingarnar þannig það þarf að vera reglulegt viðhald og það þarf að veita fjármagni til viðhalds á girðingum af því þær skipta svo miklu máli varðandi flutning og annað,“ sagði Lilja. Aðspurð um svör sérfræðinganna á fundinum sagðist Lilja vera ánægð með þau en bætti við að það væru skiptar skoðanir varðandi vísindin. „Vísindamenn eru ósammála um það hvað er besta leiðin áfram. Við í stjórnmálunum þurfum að fylgja vísindamönnunum og þeir þurfa að komast niðurstöðu um það hver sé besta leiðin. Ég hef mikinn skilning varðandi þær beiðnir sem hafa komið héðan um niðurskurðinn, að það sé leitað annarra leiða en við fylgjum þeim vísindamönnum sem við höfum ráðið til þessara starfa.“ Að lokum sagðist Lilja vera vongóð um að það verði breytingar en segir að það þurfi að veita fjármagni til rannsókna. Sjálf myndi hún vilja að farið yrði í arfgerðargreiningar fyrir allt fé á landinu en það þurfi að sjá hvað sé hægt að veita miklum pening í það. „Þetta er komið gott og það eru allir á því,“ Þórarinn Óli Rafnsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra og bóndi í Miðfjarðarhólfi, var einnig viðstaddur á fundinum. Hann var ánægður með fundinn og sagði að sauðfjárbændur í Húnaþingi Vestra hafi komið sínu sjónarmiði á framfæri og fengið viðbrögð við þeim. „Okkar sjónarmið er að þetta sé hægt á tiltölulega stuttum tíma. Við viljum breyta hlutunum hér til að byrja með til þess að þetta breytist á landsvísu,“ sagið Þórarinn. Það var þéttsetið á fundinum og ríkti þar mikil samstaða.Vísir/Sigurður Orri Samstaða með bændum var mikil og fannst ekki verktaki í sveitinni til að urða hræin. Þórarinn segir að það sýni að menn eru komnir með nóg af núverandi verkferli. „Niðurskurður kostar gríðarlega peninga og þetta eru peningar sem við gætum notað í að arfgerðargreina fé og uppræta þetta sem væri óskastaða. Þetta er komið gott og það eru allir á því,“ bætti hann við. Þórarinn segist vona að svona fundir skili einhverju en sér finnist sárast hvað allt taki langan tíma í stjórnsýslunni. „Maður myndi vilja sjá að þegar þessi ARR-arfgerð er komin fram að hlutirnir myndu gerast aðeins hraðar.“ Þá sagði hann að sú reglugerðarbreyting að bæta viðauka sjö inn í Evrópusambandsreglugerðina væri „game-changer fyrir bændur. Það að geta vaktað hjörð, tekið sýkta einstaklinga og ræktað þetta í burtu.“ Menn verði í spennitreyju fram að næstu sláturtíð Talsvert af ráðamönnum, þingmönnum og fólki sem getur haft áhrif. Heldurðu að þau hafi áhuga á að breyta þessu? „Þetta er áfall fyrir alla og þarna eru þingmenn héraðanna og þingmenn sem hafa verið í öðrum héruðum sem hafa lent í þessu. Menn þekkja sárindin og ég vil trúa því að menn hafi komið til að upplifa þessa samkennd og þennan vilja bænda til að gera breytingar,“ sagði Þórarinn. Það hefur féð frá þessum bæjum farið víða um sveitina, eru menn áhyggjufullir að þurfa að skera meira niður. „Ég á hrút frá öðrum bænum og kýs að halda honum á meðan það er enn verið að smitrekja af þessum seinni bæ. Áhyggjurnar eru náttúrulega alltaf til staðar. Á næstkomandi sláturtíð verður farið í það að taka mænusýni úr öllum fullorðnum gripum í hólfinu og menn verð í spennitreyju þangað til. Þetta getur komið upp hvar sem er, það er ekki nokkur spurning. Þess vegna viljum við líka keyra á reglugerðarbreytinguna núna þannig við getum brugðist við á annan hátt,“ sagði Þórarinn að lokum.
Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 17. apríl 2023 23:00 Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. 17. apríl 2023 23:00
Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28