Sesselía Ólafs bæjarlistamaður Akureyrar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2023 18:06 Sesselía Ólafs. JónTómasEinarsson Sesselía Ólafs er bæjarlistarmaður Akureyrar 2023. Valið var tilkynnt í rafrænni útsendingu Vorkomu Akureyrarbæjar síðdegis í dag. „Sesselía fæddist árið 1987 og ólst upp á Akureyri og í Hörgárdal. Hún hefur stundað tónlist, leiklist og ritlist síðan hún lauk námi í leikstjórn og leiklist í London árið 2012. Sesselía hefur leikið í ýmsum sviðsverkum og kvikmyndum, hérlendis og erlendis, en hún hefur einnig samið handrit fyrir og leikstýrt verðlaunastuttmyndunum Umskipti og Betur sjá augu. Hún er annar stofnenda gríndúettsins Vandræðaskálda og átti þátt í stofnun leikhópsins Umskiptinga, en undir þeirra formerkjum hefur hún samið handrit, lög og ljóð. Haustið 2021 gaf Sesselía út pastelverkið og ljóðabókina Leiðslu og undanfarið ár hefur hún unnið að handriti fræðilega tónlistaruppistandsverksins Móðir, kona, meyja. Bæjarlistamaður Akureyrar 2023 mun verja starfslaunatímabilinu í að semja og útsetja tónlist verksins, ásamt því að ljúka fyrsta uppkasti fantasíuskáldsögunnar Silfurberg. Þá mun hún vinna að verkefninu List getur List, en lokaafurð þess verkefnis verður sýnt á Akureyrarvöku í haust,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Við val á bæjarlistamanni var sérstaklega horft til þriggja meginþátta: Þess sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnum árum, verkefna sem listamaðurinn hugðist sinna á tímabilinu og þess að listamaðurinn væri búsettur á Akureyri. Menningarsjóðir Akureyrar styrkti þar að auki ýmis verkefni og í ár voru veittir átján styrkir fyrir rúmar fjórar milljónir. Átta einstaklingar sóttu um listamannalaun hjá bænum í ár, fjórir karlmenn og fjórar konur. Í sérstökum faghóp sátu Margrét Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hólmkell Hreinsson. Þá voru viðurkenningar vegna mannréttindamála veittar í þremur flokkum. Stofnunin sem hlaut viðurkenningu var Amtsbókasafnið á Akureyri, Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri, FemMA, hlaut viðurkenningu í flokki félagasamtaka og sá einstaklingur sem hlýtur mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2023 er Fayrouz Nouh fyrir að miðla reynslu sinni sem flóttamaður, fræða, rannsaka og opna umræðu um menningarlegar hindranir flóttakvenna. Óskar Pétursson söngvari hlaut heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar í ár fyrir langan og farsælan feril auk mikilvægs framlags til menningarmála á Akureyri. Sumarstyrk ungra listamanna á aldrinum 18 til 25 hlaut Egill Andrason en styrkurinn er ætlaður til þess að ungur listamaður geti endurnýjað kynni við sköpunargyðjuna yfir sumartímann þegar hlé er gert á námi. Egill er fjöllistamaður og sviðshöfundur sem leggur áherslu á tónlist, framkomu og skrif. Akureyri Tónlist Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira
„Sesselía fæddist árið 1987 og ólst upp á Akureyri og í Hörgárdal. Hún hefur stundað tónlist, leiklist og ritlist síðan hún lauk námi í leikstjórn og leiklist í London árið 2012. Sesselía hefur leikið í ýmsum sviðsverkum og kvikmyndum, hérlendis og erlendis, en hún hefur einnig samið handrit fyrir og leikstýrt verðlaunastuttmyndunum Umskipti og Betur sjá augu. Hún er annar stofnenda gríndúettsins Vandræðaskálda og átti þátt í stofnun leikhópsins Umskiptinga, en undir þeirra formerkjum hefur hún samið handrit, lög og ljóð. Haustið 2021 gaf Sesselía út pastelverkið og ljóðabókina Leiðslu og undanfarið ár hefur hún unnið að handriti fræðilega tónlistaruppistandsverksins Móðir, kona, meyja. Bæjarlistamaður Akureyrar 2023 mun verja starfslaunatímabilinu í að semja og útsetja tónlist verksins, ásamt því að ljúka fyrsta uppkasti fantasíuskáldsögunnar Silfurberg. Þá mun hún vinna að verkefninu List getur List, en lokaafurð þess verkefnis verður sýnt á Akureyrarvöku í haust,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Við val á bæjarlistamanni var sérstaklega horft til þriggja meginþátta: Þess sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnum árum, verkefna sem listamaðurinn hugðist sinna á tímabilinu og þess að listamaðurinn væri búsettur á Akureyri. Menningarsjóðir Akureyrar styrkti þar að auki ýmis verkefni og í ár voru veittir átján styrkir fyrir rúmar fjórar milljónir. Átta einstaklingar sóttu um listamannalaun hjá bænum í ár, fjórir karlmenn og fjórar konur. Í sérstökum faghóp sátu Margrét Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hólmkell Hreinsson. Þá voru viðurkenningar vegna mannréttindamála veittar í þremur flokkum. Stofnunin sem hlaut viðurkenningu var Amtsbókasafnið á Akureyri, Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri, FemMA, hlaut viðurkenningu í flokki félagasamtaka og sá einstaklingur sem hlýtur mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2023 er Fayrouz Nouh fyrir að miðla reynslu sinni sem flóttamaður, fræða, rannsaka og opna umræðu um menningarlegar hindranir flóttakvenna. Óskar Pétursson söngvari hlaut heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar í ár fyrir langan og farsælan feril auk mikilvægs framlags til menningarmála á Akureyri. Sumarstyrk ungra listamanna á aldrinum 18 til 25 hlaut Egill Andrason en styrkurinn er ætlaður til þess að ungur listamaður geti endurnýjað kynni við sköpunargyðjuna yfir sumartímann þegar hlé er gert á námi. Egill er fjöllistamaður og sviðshöfundur sem leggur áherslu á tónlist, framkomu og skrif.
Akureyri Tónlist Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira