Mönnunarvandi og heilbrigði Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. apríl 2023 10:00 Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Heilbrigðismál Félagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest nágrannalönd okkar hafa áttað sig á mikilvægi þess að fjárfesta í heilbrigðis- og félagsþjónustu og tilheyrandi starfsfólki. Við Íslendingar erum því í harðri samkeppni við önnur lönd um starfsfólk. Út um allan heim eru þjóðir að leita leiða til að laða heilbrigðis- og umönnunarfagfólk til starfa og reyna að sjá til þess að það vilji starfa áfram innan heilbrigðis- og umönnunargeirans. WHO og ESB Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópusambandið (ESB) hafa sett niður tillögur og viðmið í þessum efnum. Þar er lögð áhersla á úrbætur á vinnustað og bættar starfsaðstæður, sem og möguleika á framgangi í starfi. Að skapa þurfi mannsæmandi og öruggt starfsumhverfi, aðgerðir gegn óhóflegu álagi og bjóða starfskjör sem viðhalda starfsánægju starfsmanna. Heilsa starfsmannanna sjálfra, öryggi á vinnustað og andleg vellíðan þeirra er einnig mikilvæg. Greina þurfi kynja- og aldurstengdan mun á þörfum starfsmanna, áhættu á kulnun, vinna gegn áreitni og koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustað. Notendur þjónustunnar muni jafnframt njóta góðs af ef starfsmenn fá betra starfsumhverfi og stuðning við störf sín. Einnig er lögð áhersla á að geta starfsmanna sé nýtt að fullu við að veita heilbrigðis- og umönnunarþjónustu og að nægilegur fjöldi starfsmanna með nauðsynlega færni sé til staðar á réttum stað á réttum tíma. Fylgja eigi siðareglum um ráðningar og bregðast við breyttri aldurssamsetningu þjóða og fólksflutningum. Þá er sérstaklega varað við því að ástandinu verði svarað með auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu í gróðaskyni. Ríkisstjórn Íslands En hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 er talað um mönnunarvandann sem áskorun en allt of fáar raunhæfar fjármagnaðar leiðir lagðar fram til úrbóta. Það væri hægt að gera margt fyrir aukið fjármagn til að laða að starfsmenn og halda hinum sem fyrir eru. Kaupa nýrri og betri tæki og fjölga nemaplássum svo eitthvað sé nefnt, auk þess að fara eftir sama verklagi og WHO og ESB mæla með. Allir eru sammála um að mönnunarvandinn mun vefja upp á sig og verða ein helsta ógn við heilbrigði þjóða ef ekkert verður að gert. Hvernig dettur þá ríkisstjórninni á Íslandi í hug að sá mönnunarvandi verði leystur án frekari fjárútláta næstu fimm árin? Við þurfum ríkisstjórn sem vill horfast í augu við vandann og mæta honum með aðgerðum sem duga. Það er ekki nóg að viðurkenna að vandinn sé til staðar og segja að hann sé áskorun í öðru orðinu en prédika svo yfir okkur um samdrátt í hinu. Hér fara ekki saman orð og athafnir. Pólitík snýst um forgangsröðun. Við þurfum ríkisstjórn sem raðar heilbrigðismálum framar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun