„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 17:46 Móðir mannsins segir sorgina óbærilega. Mesta sjokkið eigi þó líklega eftir að koma. Vísir/SteingrímurDúi Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Heimildin ræddi við móður mannsins sem lést eftir árásina. Hann var 27 ára gamall pólskur karlmaður, átti fjölskyldu í heimalandinu, dóttur sem fæddist í Reykjavík. Maðurinn hafði komið aftur hingað til lands að vinna, til að sjá fyrir fjölskyldunni úti í Póllandi. „Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir. Ég er með djúpt sár í hjartanu,“ segir móðir mannsins í samtali við Heimildina. Óbærileg sorg Hún segir sorgina óbærilega en erfitt hafi gengið að fá upplýsingar um framgang málsins. Öll samskipti fari í gegnum túlk og nýr túlkur komi jafnóðum að. Móðirin var í dag viðstödd bænastund sem haldin var til stuðnings vinum og vandamönnum mannsins. Hún segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum en yfirskrift bænastundarinnar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Fjölmenni sótti bænastundina, sem haldin var í Landakotskirkju klukkan 13:00. Kristófer Gajowski skipulagði viðburðinn á eigin vegum en hann sagði að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi,“ sagði Kristófer í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Fjórir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald vegna málsins, ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára. Lögregla hefur ekki getað tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Meðal annars er til skoðunar hvort myndband af árásinni sé í dreifingu. Vitni voru að árásinni sem tilkynntu málið til lögreglu sem kom skjótt á vettvang. Hinn látni var fluttur á bráðamóttöku en úrskurðaður látinn skömmu síðar, með fleiri en einn stunguáverka. Tvö hinna grunuðu voru handtekin á fimmtudagskvöld, einn sakborninga var handtekinn aðfararnótt fimmtudags og sá síðasti undir morgun. RÚV greindi frá því í dag að samskipti hins látna hafi hafist á bar skammt frá Fjarðarkaupum þar sem árásin varð. Mbl.is greindi frá því síðdegis að ekki sé talið að árásin tengist uppruna mannsins. Þó verði allir fletir skoðaðir í viðlíka rannsókn.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46