Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 10:31 Eigendurnir og Phil Parkinson, þjálfari liðsins. Wrexham Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira