„Nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2023 12:31 Arnar býst við hörkuleik í Víkinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill halda góðu gengi sinna manna gangandi er liðið fær KR í heimsókn í Bestu deild karla í kvöld í því sem hann kallar fyrsta stórleik tímabilsins. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina vel. Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira