Fjarnám í þjóðfræði Hafrún Eva Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2023 07:00 Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun