Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2023 09:00 Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samgöngur Landbúnaður Heilbrigðismál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Um helgina lauk seinni legg hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Við lögðum land undir fót fyrr á árinu, en áttum m.a. eftir að heimsækja Vestfirðina. Ég er Reykvíkingur í húð og hár, fædd og uppalin í höfuðborginni - þingmaður fyrir mitt kjördæmi í Reykjavík. Ég hef samt verið svo lánsöm að fá að hitta fólk á fundum um allt land undanfarin ár, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú sem kjörinn fulltrúi. Á þessum fundum kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart hversu samhljóma umkvörtunarefni og tillögur fólks á landsbyggðinni eru. Sama hvar okkur ber niður er samhljómur með ábendingum þeirra og kröfum. Í samandregnu og einfölduðu máli eins og ég upplifi málflutning fólks eru þetta fjögur atriði: 1) Rík krafa um betri samgöngur. Og ekki í þeim skilningi sem við höfuðborgarbúar leggjum nú í hugtakið, heldur fremur að þurfa t.d. ekki að leggja líf sitt að veði til að komast til og frá vinnu eða námi. Að eiga það ekki á hættu að verða innlyksa í vondum veðrum, eða að geta ekki sótt bjargir þegar hætta steðjar að. 2) Fólk af landsbyggðinni vill fá öruggt og stöðugt aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það vill ekki þurfa að treysta á dísilvélar - á olíuknúið varaafl árið 2023. Ekki beint vandamál sem við borgarbörnin þekkjum. 3) Aðgengi að grundvallar - og bráða heilbrigðisþjónustu er eitthvað sem við borgarbúar tengjum e.t.v. fremur við tímann sem við eyðum á fjölmörgum biðstofum höfuðborgarsvæðisins. Víða um land er hins vegar ekki aðgengi að grunnþjónustu nema í töluverðri fjarlægð og skortur og rót á læknum er viðvarandi vandamál. 4) Og fólk á landsbyggðinni vill fjölbreyttari atvinnutækifæri svo fólk geti búið í dreifðum byggðum. Byggðum þar sem heilmikil verðmæti verða til fyrir þjóðarbúið. Við sem hugsum um fjölmarga byggðarkjarna um landið sem vetrarfrís- og afþreyingarstaði ættum að reyna að setja okkur í spor þeirra sem horfa á eftir yngri kynslóðum elta atvinnutækifærin til höfuðborgarsvæðisins. Og alltaf hugsa ég á heimleiðinni; er ekki bara hægt að verða við þessu? Kippa þessu í liðinn? Biður fólk af landsbyggðinni um of mikið? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar