„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 20:58 Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra segir vinnubrögð Tindastóls ekki vera til útfluttnings. Samsett/Vestri Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn. Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að síðasta sumar hafi félagið sent tölvupóst til allra félaganna sem voru með 11. flokki Vestra í deild í Íslandsmótinu. Tilefni tölvupóstsins var til að kanna hvort hin félögin væru til í að gera heiðursmannasamkomulag um að leyfa leikmanni sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki að spila með flokknum í vetur. „Ljóst var að það væri enginn vettvangur fyrir þennan dreng á tímabilinu sem er að líða og því ákváðum við að kanna þennan möguleika, því ekki vildum við að hann hætti í körfubolta. Það reynist oft erfitt að manna flokka á landsbyggðini eftir því sem iðkendur okkar eldast og stóðu hlutirnir þannig að þessi umræddi leikmaður var einn eftir á þessum aldri,“ segir Þórir í færslu sinni. Tindastóll fer í úrslitakeppni á kostnað Vestra Samkvæmt færslu Þóris samþykktu öll lið deildarinnar þessa beiðni Vestra og því lék umræddur leikmaður með 11. flokki félagsins í vetur. Vestri hafnaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól sem hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust innbyrðis í þrígang á tímabilinu þar sem Vestri vann tvo leiki og Tindastóll einn. Þórir segir svo frá því að í dag hafi honum hins vegar borist tölvupóstur frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem honum er tilkynnt að borist hefði formleg kvörtun frá Tindastóli vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim. Það sé því nokkuð ljóst að Tindastóli verði dæmdur 20-0 sigur í leikjunum tveimur sem töpuðust gegn Vestra, en úrslitin úr sigurleik Tindastóls gegn Vestra haldast óbreytt. Tindastóll mun því færast upp í fjórða sæti deildarinnar og fær sæti í úrslitakeppni 2. deildar á kostnað Vestra. Vissu af áhættunni Þórir bendir þó á að hann og aðrir innan stjórnar Vestra hafi vissulega vitað að eitthvað líkt þessu gæti gerst. Hann veltir hins vegar fyrir sér virði heiðursmannasamkomulags. „Ég veit vel hvernig regluverk KKÍ er og vissum við vel af þessari áhættu. En það hefur tíðkast að lið ræði saman í svona aðstöðu og hafa lið nánast alltaf hjálpast að við að skapa öllum vettvang og því sýnt þessu skilning, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu,“ ritar Þórir. „Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls.“ „Ég vill samt óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og vonandi gengur þeim vel. Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ segir Þórir að lokum og lætur skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum við barna- og unglingaráð Tindastóls fylgja með. Uppfært kl. 22:37. Þórir hefur nú uppfært Facebook-færslu sína þar sem hann segist hafa verið í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls eftir að upphafleg færsla hans birtis. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin af miklum minnihluta deildarinnar, án vitundar drengjanna í liðinu og foreldra þeirra. „Er búinn að vera í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls og kom í ljós að þessi ákvörðun var tekin af miklum minnihluta deildarinnar. Það er ljóst að langflestir vissu ekki af þessu og ekki drengirnir í flokknum né foreldrar þeirra.“ Körfubolti Vestri Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, segir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að síðasta sumar hafi félagið sent tölvupóst til allra félaganna sem voru með 11. flokki Vestra í deild í Íslandsmótinu. Tilefni tölvupóstsins var til að kanna hvort hin félögin væru til í að gera heiðursmannasamkomulag um að leyfa leikmanni sem var orðinn of gamall til að spila í 11. flokki að spila með flokknum í vetur. „Ljóst var að það væri enginn vettvangur fyrir þennan dreng á tímabilinu sem er að líða og því ákváðum við að kanna þennan möguleika, því ekki vildum við að hann hætti í körfubolta. Það reynist oft erfitt að manna flokka á landsbyggðini eftir því sem iðkendur okkar eldast og stóðu hlutirnir þannig að þessi umræddi leikmaður var einn eftir á þessum aldri,“ segir Þórir í færslu sinni. Tindastóll fer í úrslitakeppni á kostnað Vestra Samkvæmt færslu Þóris samþykktu öll lið deildarinnar þessa beiðni Vestra og því lék umræddur leikmaður með 11. flokki félagsins í vetur. Vestri hafnaði að lokum í fjórða sæti 2. deildar, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól sem hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust innbyrðis í þrígang á tímabilinu þar sem Vestri vann tvo leiki og Tindastóll einn. Þórir segir svo frá því að í dag hafi honum hins vegar borist tölvupóstur frá Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ, þar sem honum er tilkynnt að borist hefði formleg kvörtun frá Tindastóli vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjunum á móti þeim. Það sé því nokkuð ljóst að Tindastóli verði dæmdur 20-0 sigur í leikjunum tveimur sem töpuðust gegn Vestra, en úrslitin úr sigurleik Tindastóls gegn Vestra haldast óbreytt. Tindastóll mun því færast upp í fjórða sæti deildarinnar og fær sæti í úrslitakeppni 2. deildar á kostnað Vestra. Vissu af áhættunni Þórir bendir þó á að hann og aðrir innan stjórnar Vestra hafi vissulega vitað að eitthvað líkt þessu gæti gerst. Hann veltir hins vegar fyrir sér virði heiðursmannasamkomulags. „Ég veit vel hvernig regluverk KKÍ er og vissum við vel af þessari áhættu. En það hefur tíðkast að lið ræði saman í svona aðstöðu og hafa lið nánast alltaf hjálpast að við að skapa öllum vettvang og því sýnt þessu skilning, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu,“ ritar Þórir. „Við getum auðvitað ekkert gert og tökum þessu, enda var þessi áhætta til staðar. Ég hinsvegar velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags og hvort að fólki finnist svona auðvelt að ganga á bak orða sinna? Ég vill trúa því að það sé mikill minnihluti sem geri það og erum við bara óheppin að hluti af því fólki er í barna- og unglingaráði Tindastóls.“ „Ég vill samt óska drengjunum í Tindastóli til hamingju með að vera komnir í úrslitakeppnina og vonandi gengur þeim vel. Vona að stjórn barna- og unglingaráðs Tindastóls sé líka stolt af þessum vinnubrögðum sínum. Ef þið spyrjið mig þá myndi ég segja að þau séu ekki til útflutnings,“ segir Þórir að lokum og lætur skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum við barna- og unglingaráð Tindastóls fylgja með. Uppfært kl. 22:37. Þórir hefur nú uppfært Facebook-færslu sína þar sem hann segist hafa verið í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls eftir að upphafleg færsla hans birtis. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin af miklum minnihluta deildarinnar, án vitundar drengjanna í liðinu og foreldra þeirra. „Er búinn að vera í góðum samskiptum við fólk úr röðum Tindastóls og kom í ljós að þessi ákvörðun var tekin af miklum minnihluta deildarinnar. Það er ljóst að langflestir vissu ekki af þessu og ekki drengirnir í flokknum né foreldrar þeirra.“
Körfubolti Vestri Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira